Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 149
149
eyrarós, sem bera langt aí sóleyjarkrónunum að
fegurð.
En hvaða gagn gjörir þessi litfagra króna?
Stundum er hún hinum innri pörtum blómsins til
hlífðar, likt og bikarinn, en þó nokkuðáannan veg,
t. d. króna sumra blóma lykur sjer saman að kveld-
inu eða undan óveðri til þesss að verja dögg og
vætu að komast inn í blómið. Þess vegna er bikar-
inn og krónan einu nafni kallað blómhlíf. Krónur
margra blóma gefa frá sjer þægilegan ilm, t. d. hin-
ar litlu ljósbláu krónur á blóðbergi o. fi.; á sóleyj-
unni gætir þessa lítið. Hvorki ilmurinn nje litprýðin
gjöra krónuna að nokkru leyti hentugri til hlífðar
og hljóta því að hafa annan tilgang. Þeir sem álíta
að allt sje til orðið fyrir oss mennina, öll náttúran
og yfirhöfuð allir skapaðir hlutir sjeu tilbúnir og
lagaðir eftir vorum þörfum, munu segja, að skapar-
inn hafi gefið þessum hluta blómsins fagran lit og
þægilegan ilm, til þess að »vjer börnin hans« gætum
haf't ánægju og skemmtun af blómunum. Seinna
munum vjer reyna að gjöra oss ljóst, við hve lítil
rök þessi barnalega skoðun hefur að styðjast og
hvert sje helzta ætlunarverk hinna litfögru, ilmsætu
blómkróna.
Eins og vjer sjáum, eru krónublöðin á sóleyj-
unni laus hvert frá öðru eða ósamvaxin; þannig er
því og varið á mörgum fleiri blómum; mætti kalla
þau blóm lauskrýnd. Aptur á öðrum blómum eru
krónublöðin vaxin saman á röndunum að meira eð-
ur minna leyti, og mætti þá kalla blómin samkrýnd.
Optast er þó auðvelt að sjá, hve krónan er marg-
blöðuð, á stærri og smærri skerðingum í krónrönd-
ina milli hinna einstöku blaða; þetta má og marka
á fleiru, t. d. tölu bikarblaðanna, því þau eru optast