Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 156
15«
á einhverju öðru. Á holurtarblómi sjáum vjer einnig,
að blaðtala duptvegsins er lægri og ekki deilileg-
með sömu tölu og blaðtala hinna annara blaðkransa
blómsins. Þessu er þannig varið hjá mörgum blóm-
um. Þó er það einnig alltitt, að frjóblaðatalan er
deilileg með sömu tölu og blaðtala þriggja hinna
ytri blómblaðakransa, t. d. í haugarfa og bldgresis-
blóminu eru blaðtölur allra blómblaðakransanna
deililegar með 5, í hrafnaklukku og MZ-blómi með 2
o. s. frv.
Á fullþroskuðum duptberum er mjög örðugt og
nálega ekki unnt að sjá, að þeir sjeu ummynduð
blöð; en eitt atriði má nefna, sem meðal annars sýnir
ljóslega, að svo er. Á mörgum plöntum, sem rækt-
aðar eru til skrauts í gluggum og görðum, breytast
blómin þannig við ræktunina, að krónublöðin verða.
miklu fleiri en þau eiga að sjer að vera (t. d. rósir);
en duptberarnir fækka að því skapi, með öðrum
orðum duptberarnir verða blaðmyndaðir og líkjast
krónublöðum, en ná ekki sinni eiginlegu mynd, og
er þetta ljós vottur um blaðeðli þeirra; slik blóm
mætti kalla ofkrýnd (á dönsku: »fyldte«). Þetta
kemur og stundum fyrir á óræktuðum plöntum, t. d.
holtaHÓley eða rjúfnalaufsóley. Hún er vanalega
með 8 krónubl., en hefur fundizt með 40 krbl. Mynd-
breytingar þær, er blaðið tekur og sem greinilegast
koma fram í blóminu, eru annars mjög lærdómsríkar;
af þeim máljóslega sjá, hversu samskonar líkamspartur
getur komið fram í breytilegum myndum eptir því
hvert starf honum er ætlað, hversu hann lagar sig'
eptir hinum mismunandi lífskröfum. En þetta á sjer
ekki einungis stað hjá plöntunum, heldur er þetta
algild regla um gjörvallt ríki hinna lifandi hluta.
Lítum til dýranna. Hve ólíkir eru ekki eyruggar