Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 162
1(J2
ræna frá þeim þessum dýrindisvökva, en blómin
framleiða þennan vökva einmitt til þess að skor-
dýrin vitji þeirra og beri duptið meðal þeirra; þau
gjöra það ekki til þess að veita skordýrunum ljúf-
fengafæðu, heldur sjálfum sjer til gagns; hjer erþví
sama eigingirnin, ef svo mætti að orði komast. Því
meira hunang sem myndast í blóminu og því auð-
veldara, sem það er að komast að því, þess fleiri
skordýr heimsækja það. En mörg af þessum skor-
dýrum gjöra blóminu lítið eða ekkert gagn, og sum
gjöra því máske beinlínis eða óbeinlínis ógagn. Það
er stór munur á þvi, hve skordýrin eru vel löguð
til að dupta blómin (o: flytja duptið frá duptberunum
og setja það á duptfestuna). Það er því áríðandi
fyrir blómin, að hæna einkum þau skordýr að sjer,
sem duglegust eru í þessu efni, en bægja hinum
miður duglegu eða ónýtu á braut, því þau gjöra
ekki annað en jeta hunangið frá hinum og flækjast
fyrir þeim. Þetta tekst mörgum aðdáanlega vel; er
það helzt með því, að hunangið er falið í þeim fylgsn-
um, að einungis einhver sjerstök skordýr geta náð
til þess. Öll bygging blómsins hefir þá lagað sig
svo eptir sköpulagi og allri aðferð þessara fáuskor-
dýra, að engin önnur skordýr geta náð til hunangs-
ins, hvað fegin sem þau vildu, og hætta því að heim-
sækja blómið. I öllum þessum blómum er svo um
hnútana búið, að um leið og skordýrin ná hunang-
inu, þá hljóti þau að flytja burt með sjer úr blóm-
inu nokkuð af dupti þess og jafnframt setja það dupt
á duptfestuna, er þau hafa meðferðis úr öðru blómi.
Aptur á móti er því margvíslega svo fyrir komið,
að þess eigið dupt komist ekki á duptfestuna, hvorki
sjálfkrafa nje fyrir tilstilli skordýranna, svo sjálf-
frjófgun geti ekki átt sjer stað. Þau blóm, sem