Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 165
166
dupti því, sem loðað hefur við það í öðru blómi,
hlýtur að festast i duptfestaslíminu. En duptfesturn-
ar eru viðkvæmar og kippast þvi við þegar dýrið
snertir þær og lokast saman utan um duptið. Við
það opnast blómlimið, svo dýrið kemst inn í blómið,
en þá rykast duptið á það úr duptberunum, sem eru
innar í blóminu. Þegar það svo aptur skríður út
úr blóminu, getur ekkert af dupti því, sem við það
loðir, komizt á duptfesturnar, sem þar eru lokaðar,
svo það verður að flytja duptið á næsta blóm, en
þar fer á sömu leið, og svona gengur koll af kolli.
Til eru þær plöntur, er hafa tvenns konar blóm
að því leyti, að sum þeirra hafa langa stafi og stutta
duptbera, og önnur hafa duptbera jafnlanga stöfun-
um í hinum og stafi jafnháa stuttu duptberunum.
Nú hafa menn komizt að þvi, að duptið úr löngu
duptberunum hefur enga eða að minnsta kosti minni
frjófgandi verkun á stuttstafaðan duptveg, hvort held-
ur hann er i sama eða öðru blómi, heldur verður að
berast á duptfestu á langstöfuðum duptvegi, til þess
að hafa fulla verkun; sama er að segja um dupt
stuttu duptberanna, að það frjófgar að eins stuttstaf-
aðan duptveg. Með öðrum orðum: jafnlangir dupt-
berar og duptvegir eru innbyrðis frjósamir, en mis-
langir ófrjósamir eða miður frjósamir. Sjálffrjófgun
getur því ekki átt sjer stað hjá þessum blómum, þar
sem duptberar og stafur hvers einstaks blóms eru
aldrei jafnlangir; þau hljóta annaðhvort að víxlfrjófg-
ast eða fara á mis við frjófgun. Hjer eru það skor-
dýrin, sem optastvinna að duptuninni, og þótt ótrú-
legt megi virðast, þá dupta þau einmitt langstöfuðu
duptvegina með dupti úr löngum duptberum og stutt-
stafaða með dupti úr stuttum duptberum. I fljótu
bragði gæti maður freistast til að halda, að þau