Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 168
Ití8
blómanna og kemur þeim að notum. Það kemur
og fyrir, að skordýr leita sjer hælis í blómunum
fyrir óveðri, og margt mætti telja fieira, er laðar
þau að blómunum.
Það liggur í augum uppi, eptir því, sem nú heíur
verið sagt, hvert gagn blómið eða plantan hefur af
litprýði krónunnar. Hin stóru litfögru krónublöð
vekja eptirtekt skordýranna á blóminu og hjálpa
þeim til að finna það. Randaflugan, sem tekið hefur
sjer bústað í bæjarveggsholu, sjer heiman að frá sjer
sóleyjarnar og fíflana, sem eru að springa út í hlað-
varpanum og getur því flogið þaðan rakleiðis, án
þess að eyða nokkrum tíma til þess, að leita að
þeim. Svo flýgur hún beint og krókalaust frá einu
blómi í annað, þar til hún hefur komið við í þeim
öllum. Væru blómin lítil, græn og óásjáleg, eins og
öll vindduptunarblóm, þyrfti hún fyrst og fremst að
leita að þeim, og það tefði hana svo hún gæti ekki
komið eins víða, og svo gæti henni hæglega sjezt
yfir mörg blómin. Sum »skordýrablóm« eru reynd-
ar svo smávaxin, að væru þau einstök og dreifð,
þá bæri lítið á þeim, en þá eru þau vanalega mjög
mörg á hverti plöntu og standa þjett saman, og við
það gætir þeirra miklu meira. Sem dæmi má nefna
fífilinn. Hann er ekki eitt einstakt blóm, heldur
samsafn af mörgum blómum, heil blómskipun, er
nefnist karfa. Hvert af hinum mjóu gulu blöðum í
fíflinum er króna á einu af þessum blómum, og taki
maður gœtilega í hana, getur maður kippt öllu blóm-
inu upp af blómbeðnum eða körfubotninum. Sjer
maður þá neðst frjóhnúðinn, þá bikarinn, þvi blómið
er yfirsett, og er hann hármyndaður, þá er krónan,
sem neðan til er pípumynduð, en breiðist svo út til
einnar hliðar, duptknapparnir, langir, vaxnir saman