Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 169
169
í pípur utan um stafinn og duptfesturnar, tvær að
tölu, er beygjast eins og horn út til hliðanna. Bald-
ursbrd, vallhumall og fl. hafa sömu blómskipun og
fífillinn, en hin einstöku smáblóm í körfunni eru
nokkuð mismunandi að lögun. A hvönnum eru
blómin ofur-smá, eins og á körfublómunum, og mjög
lítilfjörleg; en sakir fjöldans og af því þeim er
skipað svo þjett saman í hinar stóru, sveipmynduðu
blómskipanir, þá sjást þau langar leiðir að. Þess
var áður getið, að bikarinn er vanalega grænn; þó
kemur það fyrir, að hann ber annan lit, t. d. á
fúchsíunni, sem víða er ræktuð í gluggum, er hann
fagur-rauður, til þess að auka litprýði blómsins. —
Þegar krónuna vantar, taka einhverjir aðrir partar
blómsins við því hlutverki hennar, að leiðbeina
skordýrunum og skreyta sig þá einhverjum fögrum
litum, t. d. bikarinn á lœkjasoleyjunni er fagur-gulur
að lit og líkist fremur krónu en bikar. Enn fremur
má nefna víðir-blómin; í karlbómunum verða dupt-
knapparnir sjálfir að vinna verk krónunnar, því bæði
hana og bikarinn vantar; blómið er nakið. Þeir eru
því vanalega fagurgulir og standa fjöldamargir
saman, og af því þessar blómskipanir koma fram á
vorin, áður en önnur grös fara að gróa til muna,
þá gætir þeirra allmikið. Líkt er því varið með
kvennblómin; á þeim eru duptfesturnar opt fagur-
litar, t. d. á grávíði (Salix glauca) eru þær hárauðar.
— Yfir höfuð að tala miðar litprýði blómanna ein-
göngu til þess, að þau gangi í augun á skordýrun-
um; hún er til orðin blómunum til gagns, en ekki
oss mönnunum til augnagamans.
Líkt er varið með hina margvíslegu lykt blóm-
anna, eins og litinn; hún er einungis til þess, að
leiðbeina skordýrunum og lokka þau að blómunum.