Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 172
172
sumar æxlunarsellur, karlkyns eða kvennkyns, o. s.
frv. Eptir því sem plantan er ófullkomnari að
byggingu því ógreiniiegri er þessi starfsMpting, sama
sellan eða sellufjelagið hefur þá mörgum og ólíkum
störfum að gegna og hjá hinum einselluðu plöntum
verður auðvitað sama sellan að inna aí hendi öll þau
störf, sem hið einfalda óbrotna líf þeirra útheimtir.
Vjer skulum nú skoða eggið nákvæmar. Ef
vjer skoðum það i sjónauka, því með berum augum
er ekki hægt að greina hina einstöku parta þess,
þá sjáum vjer fyrst, að utan vun það lykja tvær
himnur, eins og áður er á minnzt, með dálitlu opi í
eggmunnanum, og innan undir þeim er eggkjarn-
inn. I þroskuðu eggi er ein sellan í eggkjarnanum
miklu stærri en allar hinar og nefnist hún kimbelgur.
Við þroskun eggsins skiptist sellukjarni kímbelgsins.
í 8 parta; þessir nýju sellukjarnar skipa sjer 4 og-
4 sinn í hvorn enda á kímbelgnum. 2 af þeim, 1
af hvorum þessara fjögra, sameina sig og mynda.
einn kjarna í miðjum kímbelgnum, er nefnist mið-
kjarni, svo sellukjarnarnir verða 7 í allt. Utan um
hvern um sig af þeim 6 kjörnum, sem eptir eru í
endum kímbelgsins, kemur sjerstakt prótoplasmalag,
og myndast þannig 6 sellur innan i þessari eimt
sellu, kímbelgnum; þær eru reyndar enn áfrumstigi
sínu, þar sem þær eru hýðislausar eða naktar. Þeg-
ar þessu er lokið, er eggið fullþroskað og albúið tiL
að frjóvgast.
Þegar duptpipan kemur niður í frjóhnúðinn,
leitar hún eptir einhverjum eggmunna, teygir sig-
svo inn um hann og vex inn í eggkjarnann, þar til
hún hittir þann enda kímbelgsins, sem veit að
eggmunnanum. Prótoplasma duptpípunnar síast nú
út um endann á henni, gegnum kímbelgshýðið, og inn.