Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 178
178
þess er þeir fá sjálflr vitneskju af eðr vitund um
með eignum tilfærum sínum. Orðin vitneskja og
varyrð eru því mjög svo sömu merkíngar. Verkfæri
þau er manninum eru gefin, til þess að ná vitneskj-
um þessum, heita skilningarvit eðr skynfœri. Þessi
fim skynfæri eru alkunn: ilman, bragðan, snerting,
heyrn og sjón. Með tilstyrk og atfyigi taugakraftar
vors og líkamshreyfínga vorra verðum vér gegnum
skynfærin margs vísari um hlutheiminn. Vérlærum
að þekkja sköpulag eðr mynd hlutanna, stærð þeirra
eðr rúmfyld, afstöðu þeirra eðr samastað. Þessar
þrjár einkunnir eðr eigindir hlutanna: sköpulag, stœrð
staðr, eru kallaðar frumeigindir þeirra. En i sál-
fræðislegum skilníngi er réttara að kalla þær heldr
þoleigindir eðr kyrreigindir, af því að maðrinn verðr
þessara eiginda sjálfr varr með sjón sinni, hreyfíngu
og áþreifíngu; maðrinn einn er starfandi að skynjun
þeirra, en hlutirnir eru á meðan þolandi og iðju-
lausir. Þó verðum vér miklu fleiri hluteiginda vísari
af þeim eiginleika hlutanna sjálfra, að þeir veita.
hreyfíngum vorum og vöðvakrafti vorum viðnám,.
að þeir spyrna í móti átökum vorum meira og-
minna og á ýmsan hátt. Með þessu móti komumst,
vér að því að hlutirnir eru harðir og linir, fastir og:
rennandi, léttir og þúngir, seigir og'stökkvir, sveig-
janlegir og ósveigjanlegir, kleyfir og ókleyfir, fjaðr-
magnaðir og fjaðrmagnslausir, snarpir og mjúkir og-
margt fleira. Þessar og því líkar eigindir hlutanna
getum vér kallað viðnámseigindir þeirra. Enn er
hinn þriði flokkr hluteiginda, og verðum vér þeirra.
varir með öllum fim skynfærum vorum, og það á,
þann hátt að vér erum eingöngu viðtakendr eigind-
anna. Vjer sjáum ljós og birtu, lit og gljá með
augunum, nemum hljóð öll með eyrunum, brögðum