Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 179
179
með túngunni, lyktum með nefinu, kennum hita og
kulda hlutanna með yiðkomunni eðr snertíngunni
einni saman. Eigindir þessar kalla eg dfang.seigindir.
Annars er um það mikill ágreiníngr, að hverju leyti
eigindir þessar hinar síðustu eigi kyn sitt að rekja
til hlutanna sjálfra og að hinu leytinu til alheims-
aflanna.
Vér sjáum að öll þessi fim skilningarvit, er al-
mennt eru talin svo, eru bundin við sérstakt verk-
færi líkama vors, nema hvað snertíngin nær að
mestu yfir allt hörundið eðr yfirborð líkamans. Þess
er að geta, að sumir sálfræðíngar deila snertínguna
í tvö skynfæri: í áþreifing og dtaJc- en átakið er í
rauninni hið sama sem beitíng vöðvakraftar manns-
ins, eðr er taugaskynja. En sem nú þess er gætt,
að mannsandinn hefir viðskifti, eigi að eins við um-
heim, heldr og við mannslíkamann, þá virðist svo
sem bæta þurfi við hinu sjötta eðr þá sjöunda skiln-
íngarvitinu, er færir sálum vorum allar varyrðir og
kendir frá líffærum líkamans, svo sem er kend
þreytu, alls konar verkja og sársauka, kend andar-
teppu, köfnunar, kend húngrs og þorsta, hita og
kulda í líkamanum o. s. frv. Þetta margbreytta
skilníngarvit mætti heita líflcend eðr liffœraskynja.
Gegnum þessi sex eðr sjö skilníngarvit vor fram og
aftr flytjast oss úr umheimi og kroppheimi vorum
allr sá efniviðr, er hugsanir vorar smíða úr hinn
margbreytta fróðleik og hina margháttuðu þekk-
íng á umheimi og kroppheimi. Gegnum þau renna
og aflstraumar þeir, er hreyfa geð vort og hvetja
vilja vorn á ýmsa vegu. Vér þuríum og vér megn-
um á ýmsan hátt að hvessa og efla skilningarvit
vor og að útbúa þau, einkum sjónina, með ýmsum
og ágætum verkfærum. Hið styrkasta ímyndarafl
4*