Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 180
180
vort, hinar háfleygustu hugsanir vorar eru jafnvel
svo fast bundnar við þenna efnaforða skilníngarvit-
anna, að þær hata eigi, að inntakinu til, í annað
hús að venda. Fyrir því verðum vér jafnan í vafa-
sömum atriðum að staðfesta hugsanir vorar með
reynslunni, með tilraunum og athugunum, þá er um
þekkíng vora á umheimi er að ræða.
Að verða eins varr gegnum skilningarvitin er
að skynja það. Athöfnin að skynja heitir sJcynjun,
skynja eðr skyni er gáfan til að skynja, og skynjund
heitir sérhvað það er skynjað er, að svo mikluleyti
sem vér fáum vitund um það gegnum skynfærin.
Hugmynd um hlut er því með fyrsta sömu merkíngar
sem skynjund, fyrir því að hugmynd hlutar er hið
sama sem hlutmyndin í huga mannsins eðr í vitund
hans, þótt orðið hugmynd sé að öðru leyti víðtæk-
ara. Þá er vér skynjum hlutina og hinar skynjan-
legu eigindir þeirra, álítum vér æfinlega, svo fjöl-
vitrir menn sem fávitrir, að hlutirnir og eigindirnar
sé til í umheimi utan huga vors, jafnframt því er
skynjundir þeirra eru að inntakinu til í huga vorum,
og að skynjundirnar eigi kyn sitt að rekja til hlut-
anna sjálfra, en sé eigi hugsmíðar sjálfra vor. Vér
getum því sagt, að hér renni saman verandheimr
og vitandheimr, og að hvorr þeirra sé þó til fyrir sig.
Fyrir því er aðgæzlan, athugasemin og eftirtekta-
semin svo mjög áríðandi og alls kostar nauðsyn-
leg.
3. Auk skynjunda vorra verðum vér og oss
rakleiðis eðr miðilslaust meðvitandi um þær hinar
mörgu og margbreyttu geðbreytíngar og geðhreyfðir
vorar, er vaktar eru ýmist af áhrifum umheimsins
eðr af líffærum vorum, en lagaðar eftir geðslagi og
skapferli hvers af oss. Geðhreyfðirnar, eðr kend-