Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 183
183
þessar eðr hugmyndir tilvistaðar eðr hlutkendar, en
hinir Nöfnúngar, er þókti þær vera nöfnin ein og
orðin tóm. Hugsýndir þessar eru nafnorð öll í mál-
inu, dregin af einkunnum, og heita eintæmdir og
hugtök. Rökfræðin heíir mikið um þau að véla, og
verðr um þau síðar talað.
6. Annað meginafl mannsandans er sameinnin.
Yér sjáum og finnum í hverju hlutunum svipar
saman, í hverju þeir eru líkir eðr og jafnir hvorir
öðrum, svo sem að stærð, vaxtarlagi, lit, bragði,
ilm o. s. frv., engu síðr en í hverju þeim munar sín
á milli. Vér höfum séð að greindargáfan aðskilr
þá hina samsettu hluti, þessar stærri og smærri
heildir, í deildir, í eigindir, í frumstafi, að hún, í
fám orðum sagt, skiftir hlutunum í svo margar eindir
sem mismunr hluteigindanna sjálfra er mikill til.
Greindin einstekir hlutina í eintómar mislíkar eindir.
En sameinisgáfan samlíkir og samjafnar, hún leitar
hvarvetna i víðri veröld eftir hinum samkynjuðu
deildum, sviplíku frumstöfum, samlíku eigindum;
hún rekr frændsemistölu hlutanna, viðburðanna og
hugtakanna um allan heim. Hún safnar saman
þeim hinum líku og jöfnu eindum hluta, eiginda og
hugtaka, raðar þeim og skipar í smærri og stærri
flokka, eingöngu eftir minni og meiri líkíng þeirra.
Sameinnin fylkir hlutunum eðr flykkir þá. Svo
víðsæ og víðfeðm er sameinnin, svo þrautseig er hún,
að hún fær hnept alt það er nöfnum tjáir að nefna
á himni og jörðu í eina tvo flokka eðr kynstofna.
Er í öðrum flokknum alt hið rúmtæka en hinum alt
hið rúmlausa, það er efnið og andinn eðr og ver-
andheimr og vitandheimr. Verandheimr deilist
aftr í tvo hópa eðr kynkvislir, í lifandi hluti og
dauða, eðr í lífheim og dáinsheim. Allir lifandi