Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 188
188
síðan aðra líka og enda frábreytta andlega merk-
íngu. Fyrir þessar sakir er jafnan áríðandi að kveða
skýrt á og tala skilmerkilega, þá er menn viðhafa
tvíræð orð eðr fleirræð. Nöfn eru vanalega einúngis.
eitt orð en og á stundum mörg orð, svo sem »sælu-
húsið á Kolviðarhóli«, »kirkjan á Hólum í Hjaltadal«,
með því að hér er eigi átt nema við eitt einstakt
sæluhús og eina sérstaka kirkju, en sæluhús eru
mörg og kirkjur margar.
3. . Samkvæmt þeim tveim meginöflum manns-
andans: sameinninni og greindinni, skiftir rökfræðin
fyrst öllum nöfnum í tvær höfuðdeildir, eftir samleik
eðr skyldleik nafna og eftir misleik þeirra eðr venzl-
um. Fyrri höfuðdeildin greinist síðan i flokka eðr
kynþáttu. Málfræðin lætr sér nægja að skifta nafn-
orðunum í þá tvo flokka: eiginnöfn og sameignar-
nöfn.
4. Eiginnöfnin merkja einúngis einn mann, til-
tekinn stað eðr hlut, og eru því eiginnöfnin sann-
kölluð einnefni. Sem dæmi einnefna má nefna »Sókra-
tes, Búsífal, Reykjavik, Sköfnúng«. Sum eiginnöfn
eru eigi fyllileg einnefni, svo sem mannanöfnin »Jón,.
Guðmundr«, eðr árnafnið »Jökulsá«, og verða menn
því að bæta við orðum til þess að gjöra eiginnafnið
að einnefni, svo öllum verði ljóst um hvern þann
eina mann af mörgum samnefndum mönnum eðr og
um hvert örnefni af fleirum talað sé. Dæmi: »Jón
Guðmundsson á Grjóteyri í Andakíl«, Guðmundur
Jónsson á Grund i Svínadal«, »Jökulsá á brú«, »Jök-
ulsá í Axarfirði*, »Jökulsá á Sólheimasandi«. Sama
er að segja um sæluhúsið á Kolviðarhóli og kirkjuna
á Hólum í Hjaltadal. Sem aðra deild af eiginnöfn-
um er að nefna: »Landshöfðínginn sem nú er«, »kon-
úngr sá er nú sitr að völdum 1 Danmörku«, »sendi-