Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Qupperneq 189
189
herra Rússakeisara iKaupmannahöfn«. Menn verða
að baita jafnan við nafnið, hvort heldr nafnið er
eiginnafn eðr sameignarnafn, svo mörgum orðum,
•að sjálft nafnið verðl alveg einstakt og tiltekið. Fæst
nafnorð eru eiginnöfn í hverri túngu sem er.
5. Annarr flokkr nafna er sá er vér kallavilj-
um nafnheiti eðr heildarnöfn. Sem dæmi slíkra nafna
má telja: ,her, söfnuð, félag, stóð, safn, þjóð, ríki'.
Nöfn þessi eru frábrugðin einnetnum að því, að þau
eru eigi nöfn á eind, eintaki, einstaklíngi, svo sem
■einnefnin eru, heldr eru þau nöfn á fjölda, á mergð,
•á múgi sem einni heild. Þau eru ólík sameignar-
nöfnum í því, að þau eru eigi nöfn á hverjum ein-
-staklíngi heildarinnar, svo sem sameignarnöfnin eru,
heldr eru þau eingöngu nafn á mergðinni sem ógrein-
•anlegri heild. Safnheitum svipar oftlega til sameign-
•arnafna og jafnvel á stundum til eiginnafna; en þó
•er jafnan sá munrinn, að safnheitin eru eingöngu
nöfn á söfnum og heildum, en aldrei nöfn á eindum
;samnefndum né ósamnefndum. Landsbókasafnið er
einnefni, þvi eigi er til nema eitt landsbókasafn;
bókasafn er sameignarnafn, því bókasöfn eru mörg
til, en nafnið bókasafn merkir bara heildina, allar
bækrnar saman í einum múg, en er aldrei jafnframt
nafn á einstaklíngum heildarinnar, bókunum.
6- Langflest nöfn eru sameignarnöfn eðr sam-
nefni. Eiginnöfnin merkja eingöngu einn einstaklíng,
hvert þeirra, og eru því eintóm heiti eðr nöfn, því
að þau gefa oss litla sem enga vísbendíng um inn-
tak einstaklíngsins, og aldrei benda þau til þess að
hann hafl nokkurt inntak sameiginlegt með öðrum
-einstaklíngum. Samnefnin aftr á móti eru nöfn á
mörgum, og oftast á ótölulega mörgum einstaklíng-
ium af sama kyni, sömu ætt eðr af sama flokki, er