Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 199
199
eðr tvístrast og verðr óafmarkaðr. Þetta skal eg
sýna með dæmi. I fólkstali voru eru .karlar' og
jkomir', ,Islendíngar£ og ;útlendíngar£ tilteknar og
gagnstaðlegar deildir manntalsins, því hér er eigi
nema um tvent að tefla; en deildirnar ,úngir menrd
og ,gamlir£ eru hvorki fyllilega tilteknar né gagn-
staðlegar deildir, með því að ,miðaldramenn£ eru til
sem þriðja deildin. En hvað veldr nú því hvort
andstæðurnar hafi stigmun að geyma eðr gagnstæði ?
Eg svara: Sé hinn neikvæði liðr andstæðunnar
jafnauðugr að andstæðilegum eigindum sem jákvæði
liðrirug þá er fullkomið gagnstæði til staðar; geymi
hann samkynjaðar en meiri eðr minni eigindir heldr
en jákvæði liðrinn, er eingöngu stigmunr milli þeirra;
en hafi hann enga eigind andstæðilegs efnis til að bera,
þá er hann full vöntun, auðn og tóm hins jákvæða
liðar, og er þá tóm þetta inntak hans. Menn mega
eigi gleyma því að svo sem neikvæðar stærðir eru
engu síðr stærðir en hinar jákvæðu, svo er og hið
auða rúm engu minnr rúm en hið fylta rúm. Um
þetta mál er þó enn mikill ágreiníngr, og skal eg
taka til dæmis andstœðurnar: ,hið góða—hið illa£,
,eignir—skuldir-', ,réttindi—skyldur'. Nú er komið
með þá mótbáru: Menn geta verið eignlausir og
skuldlausir, hvorki góðir né illir, hvorki haft réttindi
né skyldur. En þetta er engin mótbára, því slíkir
menn, sé þeir annars til, liggja einmitt á landamær-
um góðs og íls, eigna og skulda, réttinda og skyldna,
og þeir eru auðn og tóm eigi að eins framliðanna
heldr og aftrliðanna í andstæðunum; þeir hafa ekki
jálegt inntak og liggja því fyrir utan umdæmi heggja
andstæðuliðanna; þeir eru málinu óviðkomandi í
raun og veru. En er þá eigi til ,góðleysi og ill-leysi£,
,eignleysi og skuldleysi£, ,réttleysi og skyldleysi',