Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 200
200
spyrja menn? Jú að vísu, en barasem landamerkja-
stryk og svo þunt sem hið stærðfræðislega stryk er
f raun réttri milli hita og kulda. Hitt er alt annað
mál, að menn getr greint og greinir á um það hvort
eitt sé sannarlega gott eðr sannarlega ílt, hvort
allar skyldur og öll réttindi verði upptalin eðr eigi.
En þessi ágreiningr og óvissa leiðir alls ekki til þess
að nokkurt munarleysissvið sé milli góðs og íls, milli
réttinda og skyldna, heldr eingöngu til hins, að þar
sé þrætuland eðr enn óskift landspilda i milli góðs
og íls, réttinda og skyldna, og fyrir því sé landa-
merkin hér eigi enn sett fyrir fult og fast; enda sé
landamerkin eigi ákveðnari í mörgum öðrum fræði-
greinum, svo sem milli (lýraríkisins og grasaríkisins
o. s. frv. Fyrir þessum og öðrum slíkum mótbárum
er því hið góða og illa, réttindi og skyldur gagn-
staðlegar andstæður, að svo miklu leyti sem þær
eru kunnar og viðrkendar.
2. kap.
Hugtök, ummerkíngar, kyn eör flokkar.
1. Hlutirnir eru, sem fyrr er sagt (Inng. 5.),
safn eiginda sinna í einni heild eðr eind, hlutr er
því allar eigindir sínar og einíng þeirra. Aliar
eigindir eins samnefnis eru inntak þess, en umtak
samnefnis er allr sá eindafjöldi, er þær hinar
sameiginlegu eigindir hefir. I innganginum er hlut-
eigindum skift í þrjá flokka (2.), og í öðru lagi deil-
ast þær í skapeigindir eðr höfuðeinkunnir, sameig-
indir, kynseigindir og séreigindir (1. kap. 6.). Um
enn annan flokk eiginda verðr síðar talað. Alt þetta
verðum vér að hafa fast í huga þá er vér finna
viljum hugtökin, og svo eigi síðr það er áðr er frá