Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 204
204
allar þær eindir sera eru samkynja. Inntak og um-
tak standa í öfugum hlutföllum; það er með öðrum
orðum: þvi víðtækara, þvi kynstærra sem hugtakið-
er, því færri eigindir hefir það inni að halda. Svo
er og hins vegar, að því eigindafleira, því einda-
færra er og hugtakið. Orðin stálpenni og gullpenni
hafa eigindina: ,úr stáli', ,úr gulli' fram yfir penna;
en aftr eru ,stálpennar‘ og ,gullpennar‘ færri en
,allir pennarh Hugtökin eru kölluð há og lág, hærri
og lægri, alt eftir því sem þau eru umtaksmikil eðr
umtakslítil, umtaksmeiri eðr umtaksminni. Hugtökin
eru og samhverf; þau eru hliðsett eðr hliðstæð, það
er, þau eru syskini sama foreldris. I öllum þessum
greinum er hugtökunum svo háttað sem áðr er tjáð
um samnefnin, sem og eðlilegt er, með því að hug-
tökin eru skapeigindir eintæmdanna og lýsingarorð-
anna og skapeigindir eðr kynseigindir samnefn-
anna.
3. Vér höfum nú lýst að nokkru, en eigi nægi-
lega, hvernig vér förum að finna hugtökin. Hér er
gott tækifæri til að sýna hinn mikla mun sem er á
varurð og hugsun. »Vér skynjum hlutina sem
eintómar einyir með öllum eigindum þeirra« (Inng.
5.). En vér hugsum hlutina sundr og saman. Vér
leysum hlutina upp sem annan nestbagga, vér leys-
um eigindir þeirra sundr, vér vinzum þær; vér
veljum úr þær er vér viljum og þær er oss þykja
markverðastar. Þessi vitstarfi vor er kallaðr mndr-
lei/síng eðr uppleysíng. Aðr er eintœmingunni lýst
(inng. 5.). Alla þessa sundrúng og einstakning gjör-
um vér með greind vorri. En vér sundrum eigi
að eins hlutina og sundrliðum þá í deildir sínarr
frumstafi og mismunadi eigindir, heldr samtengjum
vér hlutina eftir líkíng þeirra, vér sameinum, tínum