Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 206
206
því bygð, að hugtökin og samnefnin eru misjafnlega
umtaksmikil, sem fyrr er sagt. Er öllum samnefn-
um skift eingöngu í tvo flokka eftir umtaki þeirra ■
er hið umtaksmeira kallað Tcyn og hið umtaksminna
tegund. Nú vitum vér og af því er fyrr er sagt að
kynin yfirgrípa tegundir sinar allar, svo sem í dýra-
fræðinni, að deildin yfirgrípr alla flokka sina, hverr
flokkr aftr alla hópa sína, og enn hverr hópr allar
ættir sinar, ætt hver öll kyn sín, og síðast hvert
hyn allar tegundir sínar. Svo vitum vér og að sá.
er munr á efnisríki hærra nafns og lægra, aðlægra.
nafnið hlýtr að hafa eina skapeigind, nemafleiri sé,
fram yfir hærra nafnið; er því tegund svona miklu
inntaksríkari en kynið. Nú sem þetta er gefið, er
æfinlega hægr vandi að ummerkja tegundirnar. Ef
vér, til dæmis, eigum að gera mun á sönglist, pent-
list og skáldskap, það er, ummerkja þessar þrjár
tegundir eðr systur, þá er fyrst að finna kyn þeirra,
og er það auðfundið, með því að allar þessar teg-
undir hafa það sameiginlegt að þær eru fagrar listir,
fagrlistin er móðir þeirra. Þetta hið sameiginlega
hlýtr að vera kynið, með þvi að það yfirgípr allar
tegundirnar. Nú íhugum vér þessu næst hverja
skapeigind hver þessara tegunda hafi er kynið eigi
hefir, og í hverju skapeigind þessi mismuni hjá hverri
tegundinni, því sé hún eigi mismunandi, fellr teg-
undin niðr. Að þessu búnu verða ummerkíngarnar
þannig: Sönglistin er fögr list í meðferð afmældra
hljóða, pentlistin er fögr list í meðferð lita, og skáld-
skapr er fögr list í meðferð orða.
Ef vér þekkjum eitthvað tvent af þessu þrennu:
kyni, tegund, mismun, getum vér æfinlega fundið
hið þriðja ókunna. Sé kyn og tegund kunn, þarf
eigi annað en draga kynseigindirnar frá eigindum