Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 208
öðrum aukagetum. Sleppa verðr og flestum, ef eigi
öllum, afeigindum, með því að þær eru eigi annað
en fylgifiskar eðr afleiðíngar af skapeigindinni. Oft
er nauðsynlegt og enda óumflýjanlegt að skifta eink-
um margþættu og flóknu kynsorði í tvær eðr fleiri
deildir, og þá í tvö eðr fleiri hugtök með sínum
ummerkingum. G. C. Lewís gefr oss gott dæmi
þessa í bók sinni, »Methods of Politics«, út af um-
merkíngunni á orðinu ,einveldi‘. Ef taka skal öll
einvaldsdæmi frá upphafi mannkynssögunnar fram
á vora daga saman i eitt, verðr ummerkíng ein-
valdsdæmis á þessa leið: »Einvaldsdæmi er 1. hin
æðsta tign ríkisins, 2. með meiri eðr minni hlutdeild
þegnanna í æðsta valdinu«. Lewis þykir slík um-
merkíng of mögr, og ræðr til að skifta öllum ein-
valdsdæmum í tvent: i 1. alvaldan konúngdóm og
2. stjórnskipulegan konúngdóm. Þó er hann eigi
fyllilega ánægðr með þetta, heldr segir hann enn
fremr: »Ef vér útibyrgjum úr flokki þjóðvelda og
lykjum inn í flokk einvelda sérhverja stjórn þá er
konúngr er höfðíngi yfir, þá verðr oss eigi framar
auðið að segja nokkuð satt í altækum orðum um
einvaldsdæmi og þióðveldi«. Svo skyld áleit Lewis
þjóðveldin að minnsta kosti sumum hinum stjórn-
skipulegu konúngdæmum.
Ummerkingin er tiltekníng jákvæðra hugtaka,
því algjörlega neikvæð ummerking er sem engin
ummerkíng. Ummerkíngin er merkjasetníng hug-
taksins, og umhverfis land hinna jákvæðu hugtaka
liggja hin neikvæðu hugtökin. Vili nú ummerkjand-
inn, svo sem er skylda hans, kveða greinilega og
fyllilega á merki hins jákvæða hugtaks, verðr hann
að hafa hin neikvæðu hugtök og land þeirra stöðugt
i huga, þótt hann skili þau frá og lýsi þeim eigi.