Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 211
211
þessar fim tegundir: ,hestar; múlar, asnar, úlfaldar,
fílar', þá eru þau vantalin, því eftir eru lömurnar
(lamadýrin) jakuxarnir og byflarnir. Rökfræðíngrinn
Jevons hefir gefið gott ráð til þess að sneiða hjá
þessum skerjum. Hann segir: »Hin eina fullkomna
rökfræðislega aðferð er sú að deila kyn hvert ein-
göngu í tvær tegundir um sinn, þannig að önnur
þeirra hafi tiltekna eigind, en að hina vanti eigind
þessa«. Dæmi:
íbúðarhús
1. torfhús — eigi torfhús
2. timbrhús — eigi úr timbri
3. steinhús — eigi úr steini
4. múrhús — eigi úr tigli
5. járnhús — eig! úr járni.
Ibúðarhús þau er enn kunna að vera ótalin,
svo sem sandsteypuhús, leirhús, snjóhús, tjöld, þau
felast í þeirri tegund hinni síðustu, sem er ,eigi úr
járni', og þá heldr eigi úr neinu því efni er áðr er
talið. Á þenna hátt sneiðum vér hjá því að oftelja
og að blanda tegundaflokkum saman. En væri svo,
að vér fengim upptalið allar hinar hliðstæðu tegundir
kynsins ,íbúðarhús‘, þá verðr hinni síðustu neikvæðu
tegundinni, ,eigi úr járni', of aukið, með því að þær
væri allar áðr teknar og taldar smátt og smátt. Þess
skal að síðustu getið, að »Háttatal Snorra« er eitt
hið merkilegasta dæmi til sundrrakníngar á kyni
eðr til sundrleysíngar á hugtakinu ,setníng hátt-
anna'.
14*