Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 217
217
oftlega næsta mikill óglöggleiki í málinu. Það er
sem menn láti sér nægja að vita það eitt að um-
sögnin tiltekr jafnan inntak umsagníngs. Umtak og
inntak málsgreina standa í öfugum hlutföllum, nema
í þeim tveim eðr þremr frávikaflokkum er þegar
var getið.
Það er þá stærð málsgreinar, að upp í hana
eru teknar annaðhvort allar eðr þá fleiri eðr færri
af kynseindum umsagníngs. Dæmi: ,Allir menn deyja,
flestir fæðast með lífi, margir ná tvítugsaldri, nokkrir
verða flmtugir, fáir áttræðir, fæstir komast yflr ni-
rætt'. Standi nú orðið ,allr‘, eðr ,sérhverr', jhverr'
hjá umsagníngi, heitir málsgreinin altœlc, af því að
allar kynseindirnar — hér ,allir menn deyja' — eru
teknar með. Sömu merkíngar er það oftast, ef orðin
,ætið‘, ,æfirdega‘ eðr ,alstaðar‘ eru höfð um umsagn-
ínginn. En standi orðið ,nokkurr‘ eðr ,sumr‘ hjá um-
sagníngi, heitir málsgreinin sumtœk. Fleiri stærð-
arstig, svo sem ,fáir, fæstir, flestir, margir' tekr
rökfræðin eigi sérstaklega til greina. En af hverju
kemr það, að sumar málsgreinir eru altækar, aðrar
sumtækar? Sú er örsökin, að hljóði umsögnin um
gjörvalt umtak umsagníngs, um allar verundir hans,
þá eru þær allar teknar; en eigi umsögnin heima
einúngis hjá sumum, fleirum eðr færrum af kyns-
eindum umsagnings, þá eru eigi nema þessar sumar
teknar. Dæmi: ,Allar jarðstjörnur eru linöttóttar',
,öll kol eru komin af fornum jarðargróða‘, ,sumar
stjörnur eru sólir', ,margar jarðstjörnur eru stærri
en jörð vor‘. En sé nú orðinu ,allr‘ eðr ,sérhverr‘
slept fyrir framan umsagníng, svo sem titt er í ræðum
og ritum, er oftlega vafasamt hvað höfundrinn heflr
segja viljað, og verða menn þá að athuga hvort
umsögnin muni geta heimfærzt til alls umtaks um-