Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 223
223
nú lýsandi, með því að þær tjá oss eingöngu orð-
merkíng þríhyrníngs og brjósthvatar; en síðasta máls-.
greinin er fræðandi, fyrir því að hún fræðir oss um
skyldleik strýtunnar þrístrendu og hins stöðugasta
byggingarlags; málsgreinin auðgar þekkíng vora,
hún samtengir strýtu og byggíngarlag í vitund vorri.
En þótt nú þetta sé að vísu satt, fæ eg alls ekki
séð að það sé fullr sannleiki. Það er hvorttveggja,.
að i raun réttri er engu minni fróðleikr í því fólginn
að þekkja rétt höfuðmerkíng eins orðs, eðr réttara
sagt, hlutar þess eðr hugmyndar þeirrar er sjálft
orðið táknar, heldr en hitt að vita skyldleika þess.
eðr tengdir við aðra hluti. Ef það er rétt, sem vér
hyggjum vera muni, að fult svo mikill fróðleikr sé
i því fólginn að vita skapeigindir, kynseigindir, höfuð-
inntak hvers hlutar út af fyrir sig, eins og að þekkja
hjáeigindir og alla fylgifiska hlutarins, þá eru út-
listandi málsgreinirnar oftast engu síðr fræðandi,
nema fremr sé, heldr en hinar samskeytandi. En
það er í annari grein, að munrinn á útlistandi og-
samskeytandi málsgreinum er næsta markverðr, sem
þegar skal getið.
12. Ætli menn tali nú rökfræðislega rétt mál,
eðr skyldi allar málsgreinir vorar vera orðfullar og
réttræðar, svo hugsa vor sé jafnan greinileg og svo
tiltekin að hvorki sé of né van? Nei, því er miðr,
mælt mál er eigi alveg svo í nokkurri þeirri túngu
er egtilþekki. Nú sem vér lítum aftr yfir þá fjóra
flokka málsgreina: aljákvæðar, sumjákvæðar, alnei-
kvæðar og sumneikvæðar málsgreinir, munum vér
finna að umsagníngrinn er að vísu alstaðar réttræðr, en
og að umsögnin er það eigi nema sjaldan. Tökum
málsgreinina ,allir fuglar eru dýr', og finnum vér
þegar að fleira er dýr en fuglar einir. Orðið dýr