Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 224
224
er miklu víðtækara eðr kynstærra orð en orðið fugl,
svo málsgreinin getr eigi þýtt að allir fuglar sé öll
dýr. Um hvað fræðir oss þá málsgrein þessi? Eigi
um það að allir fuglar sé öll dýr, né ;'um það að
allir fuglar sé jafnir öllum dýrum í öllum öðrum
greinum en að tölunni til. Hér er því eigi’um jafn-
leikshlutfall milli fugla og dýra að ræða. I raun
réttri fræðir málsgrein þessi oss um það eitt, að
fuglar haíi til að bera þær tvær skapeigindir og
kynseigindir allra dýra: sjálfshreyfimagnið og skynj-
unina með tilfærum hennar. En þessi samkynsleiki
allra fugla og dýra er hvorki meiri né minni en
svo, að ef vér ætlum oss að kveða rétt á um hann,
það er, mæla hvorki of né van, hlytim vér að kveða
svo að orði: allir fuglar eru ein deild af dýraríkinu,
eðr, allir fuglar eru ein af kynkvíslum hins mikla
aldýrakyns. Þetta er enn með öðrum orðum sagt:
umsögnin verðr hér að standa í sumtækri merkmgu,
þ. e. allir fuglar eru sum af dýrunum, einmitt af
því er þegar var sagt, að flokkr allra dýra er
umtaksmeiri en flokkr fuglanna. Hér kemr fram
munrinn á orðkveðnum og hlutkveðnum málsgrein-
um, er þegar var getið, og hann er sá, að í öllum
hlutkveðnum aljákvæðum málsgreinum er umsögnin
sumtæk, en aftr altæk og því réttræð i öllum orð-
kveðnum aljákvæðum málsgreinum, einmitt fyrir þá
sök að misjafnaðarhlutfall er milli umsagníngs og um-
sagnar í aljákvæðum hlutkveðnum málsgreinum
þannig, að umsögnin er jafnan víðtækari; en jafn-
aðarhlutfall er í öllum aljákvæðum orðkveðnum máls-
greinum (3. kap. 4.), svo sem: ,sérhverr þríhyrníngr
er sérhver þríhliðuð flatmynd'.
I sumjákvæðum málsgreinum er umsögnin sum-
tæk alt eins og umsagníngrinn. ,Sumar kindr eru koll-