Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 225
225
óttar', það er, sumar kindr eru sumar kollóttar
skepnur, en eigi allar kollóttar skepnur. Merkíng
málsins er sú, að sumar kindr eigi sammerkt við
sumar aðrar skepnur í því að þær eru kollóttar.
,Sumir menn eru svarthærðir‘, það er, af öllum
svarthærðum lifandi verundum eru sumar þeirra
menn og sumar eru aðrar lifandi verundir; sumir
menn hafa þá eigind sameiginlega með öðrum lifandi
verum að vera svarthærðir. Auðsætt er nú að vísu,
að stærri er hinn svarthærði flokkr annara verunda
en svarthærði mannflokkrinn, og að umsögnin er
því hér víðtækari en umsagníngr, eins og í aljákvæðu
málsgreinunum; en rökfræðin tekr eigi til greina
hærra og lægra stig, meira og minna víðtæki í
sumtækum málsgreinum (3. kap. 5.), og gætir því
hér eigi þessa misvíðtækis umsagnar og umsagníngs.
I alneikvæðum málsgreinum er umsögnin altæk
sem umsagníngrinn: ,Ekki hófdýr (heilhæft dýr) er
jórtrdýr', [Merkíng málsgreinarinnar er sú, að þótt
leitað sé um víða veröld, skal hjá engu dýri finnast
þær tvær eigindir samfara, réttara sagt, sambúandi,
að hafa hófa og að jórtra, heldr er hófdýraflokkrinn
gjörsamlega fráskilinn jórtrdýraflokknum. Væri þvi
alneikvæð málsgrein orðfull, ætti orðið ,enginn‘ eðr
þess ígildi einnig að standa hjá umsögninni, svo hún
réttræð yrði, til dæmis: ,Ekki hófdýr er neitt jórtr-
<lýr‘. ,Enginn maðr er né eitt ferfætt kvikindi‘.
í sumneikvæðum málsgreinum er nú umsagníngr-
inn sumtækr, en umsögnin er jafnan altæk, þóttkyn-
legt þykja kunni í fyrsta bragði: ,Sumar rósir eru
eigi rauðar'. Merkíngin er sú: rósir þær er eigi eru
rauðar, eru eigi í flokki rauðu rósanna, meira að
segja, þær geta öldúngis eigi talizt meðal nokkurra
rauðra hluta að litnum til. Enginn rauðr hlutr er
15