Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 226
226
nein órauð rós. Allir rauðir hlutir eiga, að litnum
til, ekki hið minsta sameiginlegt við órauðar rósir.
13. Það er alveg nauðsvnlegt að hugsa vel og
nákvæmlega út í merking málsgreina og að venja
sig á að bilta þeim fyrir sér á ýmsa vegu, sem og
hér verðr síðar gjört. Vér vitum allir að alt mál
er samsett af einlægum málsgreinum. Fyrir því er
svo ómissandi að skilja rétt lögmál málsgreina, með
því að ella skilja menn í rauninni hvorki mælt mál
né ritað til hlítar, og af vanskilningi á réttræðum
málsgreinum sprettr eigi að eins misskilningr og
skilníngsleysi, heldr eru þaðan runnar flestar hugs-
anvillur í afályktarhætti, sem síðar mun sýnt
verða. Skal eg því taka upp í sem fæstum orðum
það lögmál málsgreina er nú hefir lýst verið:
1. Umsagníngrinn er jafnan altœJcr í aljákvœðumog
alneikvœöum málsgreinum, en sumtœkr í sumjá-
kvœðum og sumnetkvœðum málsgreinum. Orðin
jallr' og ,sumr‘ hjá umsagníngi tjá oss að svo.
sé. Málsgreinir eru því orðfullar að því er um-
sagninginn snertir.
2. Umsögnin er jafnan altœk í alneikvœðum og
sumneikvœðum málsgreinum. Hún er og altœk
i jafnmœltum aljákrœðum múlsgreinum. En sum-
tœk er umsögnin i öllum öðrum aljdkvœðum
og í öllum sumjákvœðum málsgreinum (sbr. 3.
kap. 4. og 12.). En nefndar málsgreinir eru að
vísu jafnmæltar, en geta eigi heitið altækar, þvi
síðr sumtækar, að réttu lagi. Málsgreinir eru
því eigi orðfullar né réttræðar að umsögninni
til, nema jafnmæltar málsgreinir sé, það er, þá
er umsagníngrinner jafnvíðtækr umsögninni ,heldr
vantar inn í þær í rauninni hjá umsögninni
orðin pdlr', ,sumr‘, ,enginn‘ eðr jafngildi þcirra.
t