Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 227
227
14. Enn er eftir að athuga málsgreinir þær,
er kallaðar eru einu nafni sammœltar eðr og jafn-
mœtar málsgreinir. Jafnmætar heita þær af því
að þær hafa sömu merkíng, þótt þær sé ólíkt orð-
aðar. Engu að síðr hafa ýmsar þeirra verið kall-
aðar ályktir, en þó jafnframt, til aðgreiníngar frá
réttum afályktum og tilúdylctum, verið nefndar annað-
tveggja sýnisályktir (yfirvarpsályktir) eðr þá rak-
leiddar eðr miðilslausar ályktir, og með því gefið f
skyn, að málsgreinir þessar sýndist að vísu að vera
ályktir, en væri það eigi að réttu lagi, og eins hitt,
að þær leiddi rakleiðis hvorar af öðrum, svo að
engin rök þyrfti til að leiða. Hvort nú hér sé á-
lyktir til staðar eðr eigi, er undir þrengri og rýmri
ummerkíng álykta komið, svo sem síðar mun sýnt
verða. En fyrir þá sök tek eg málsgreinir þessar
hér, að þær kenna oss að velta fyrir oss máls-
greinum og að komast eftir hverjar sé orðfullar og
hverjar eigi.
Jafnmætar málsgreinir eru taldar þessar:
1. Heilt og deilt umtak
2. Heilt og deilt inntak |
3. Gagnhverfíng j málsgreina.
4. Viðhverfíng
5. Skilyrtar málsgreinir.
Sumir nefna og hér til jafnrœðar málsgreinir
sem hinn sjötta flokk. En með því að orða má
sömu málsgrein á ýmsa vegu á hverja túngu sem
er, er hér eigi um nokkrar fastar rökfræðisreglur
að ræða.
15. Yfrvarpsálykt frá altœki til sumtœkis.
Sérhver altæk málsgrein er, að umtaki sínu til,.
jöfn öllum kynseindum sínum, hún er heild, hún er
samtala þeirra. Það sem satt er og rétt um heildina.
15*