Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Blaðsíða 228
228
sjálfa, það er og satt og rétt um deildir hennar. Ef
vér nú fullvrðum, að ,allir fuglar eru dýr‘, þá get-
um vér og fullyrt, að ,allir fitfuglar eru dýr'. Þótt
vér nú setjum þessar málsgreinir upp sem álykt,
þannig: ‘Allir fuglar eru dýr, fyrir því eru fitfugl-
ar dýr', þá er slíkt engin álykt í raun réttri, með
því að vér segjum ekki annað í síðari málsgreininni
en það eitt, að vér tökum upp aftr eina fugldeildina
(fitfuglana) af allri fuglheildinni í fyrri málsgreininni.
Vér höfum eigi sagt nokkuð nýtt í síðari málsgrein-
inni, er þó er látin heita ályktargrein; vér höfum
eigi stigið eitt fet áfram frá einu þektu til annars
óþekts, heldr höfum vér hörfað aftr á bak frá heild-
inni til deildarinnar, frá ,öllum‘ til ,sumra‘. Dæmi:
,Alla þessa tíu hesta keypta eg í gær, fyrir því keypta
eg þessa þrjá af þeim í gær‘. Hér er eingöngu endr-
tekníng í íninna mæli. Hér er því engin þekkíngar-
auki. Engu að siðr geta menn sagt, að málsgreinir
þessar vanti eingöngu miðliðinn, til þess að verða
réttilegr afályktarháttr; en hann er þannig:
Allir fuglar eru dýr,
fitfugl er fugl,
fyrir því er fitfugl dýr.
16. YflrvarpsdlyJct frd alinntáki til suminntaks.
Þess er fyrr getið, að mörg samnefni og hugtök
hafa tvær eða fleiri skapeigindir eðr kynseigindir
(1. kap. 6. og 2. kap. 2.). Ef eg nú segi: ,Jón er
maðr‘, þá fullyrði eg með því, að hann hafi allar
þær kynseigindir til að bera, er gjöra Jón að manni.
Fyrir því er það engin sannarleg álykt að segja sem
svo: ,af því að Jón er maðr, leiðir það, að hann er
lifandi vera‘, eðr, ,að hann er gæddr sál‘, eðr, ,að
hann hefir mannlegan líkamsskapnað'. Þessar og
þvilíkar málsgreinir eru eingöngu endrtekníng á ein-