Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 230
230
venzlumþeirraleiðirað ein gagnhverfanbíðrjafnan ann-
ari heim, að eitt jákvæði er jafnan sömu merkíngar sem
þess neikvædda gagnstæði. Nú er þá að sýna með
dæmum gagnhverfíng þeirra fjögurra málsgreina, er
fyrr eru taldar.
Aljákvæðar málsgreinir. Gagnhverfíngarregla
inálsgreina þessara er sú, að gagnhverfa bæði umsagn-
ing og umsögn, eðr þá að gagnhverfa annaðhvort
eingöngu umsagnínginn eðr umsögnina og setja
neikvæði fyrir framan hana, með þvi að tvöfalt nei-
kvæði veldr gagnhverfíngu jákvæðra málsgreina.
Dæmi: ,Sérhverr maðr er dauðlegr' gagnhverfist í
,enginn maðr er ódauðlegr', ,sérhverr mánnkostr
er nytsamr' — ,enginn mannkostr er gagnslauss'
(ónytsamr), ,verzlanfrelsið eflir veraldarfriðinn' —,
verzlanfrelsið aftrar ófriði innanlands og utan', ,allir
menn eru syndaraG — ,enginn maðr er eigi syndari4
(= er syndlauss).
Sumjákvæðar málsgreinir. Hérergagnhverfíngar-
reglan sú, að gagnhverfa umsögnina og setja neiorð
fyrir framan hana. Dæmi: ,Sumir menn eru vitrir'
— ,sumir menn eru eigi óvitrir1 (heimskir); ,sumar
skyldur eru þúngbærar' — ,sumar skyldur eru eigi
óþúngbærar' (léttbærar).
Alneikvæðar málsgreinir. Hér er reglan alveg
hin sama sem við aljákvæðar málsgreinir, að gagn-
hverfa umsagnínginn og umsögnina eðr þess ígildi, sem
eðlilegt er, með því að aljákvæðar og alneikvæðar
málsgreinir eru öndverðar hvorar öðrum. Dæmi:
,Engvir menn eru englar' — ,Allir menn eru engvir
englar', ,Engvir hrafnar eru hvítir (fuglar) — ,allir
hrafnar eru óhvítir' = allir hrafnar hafa annan lit
en hvítan; ,engin frýr þér vits, — ,allir viðrkenna
vitsmuni þínab