Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 235
236
þessu leiðir þá og, að málsgreinirnar: ,Eg fer afþví
að veðrið er gott' og ,eg sit heima af því að veðrið
«r vont‘ eru engar ályktanir, heldr einúngis fram-
koma þess er eg gerði ráð fyrir. I íám orðum sagt:
afleiðíng fylgir jafnan fullnægri orsök sinni. En þótt
nú návist nægilegs skilyrðis hafi jafnan hið skilyrta
í för með sér, og eins hitt, að fjarvist hins skilyrta
beri jafnan vitni um fjarvist nægilegs skilyrðis, eðr
með öðrum orðum sagt: Játun (návist) skilyrðis er
játun (návistarsanna) lúns skilyrta, og neitun (fjar-
vist) hins skilyrta er neitun (fjarvistarsanna) skil-
yrðis, þá verða menn mjög svo að varast að snúa
við málsgreinum þessum og segja: Játun hins skil-
yrta er játun skilyrðis og neitun skilyrðis er neitun
hins skilyrta, fyrir því að hér er eins ástatt eins og
þegar snúa skal við aljákvæðum málsgreinum. Menn
verða vel að gæta þess, að skilyrðin og orsakirnar
eru oftast fleiri til en það eina skilyrði eðr orsöker
ræðir um í hvorri málsgreininni. Einúngis þá erhið
umrædda skilyrði er einkaskilyrði hins skilyrta er
rétt að snúa við hvorri þeirri málsgreininni er vera
skal; en það er af þvi, að einúngis þá er umsögnin
jafnvíðtæk umsagníngi. Hér kemr þá enn fram
staðfestíng hins sama lögmáls, sem fyrr er getið um
jafnmæltar málsgreinir (3. kap. 13.), Dæmi: ,Ef
afli er eytt, fæðist jáfnt afl aftr'". Hvernig sem á stendr
er afleyðsla óumflýjanlegt skilyrði að framkomu nýs
afls. Játun hins skilyrta (framkoma nýs afls) er hér
' játun skilyrðis (afleyðslunnar). En það er örsjaldan
að einúngis eitt skilyrði eðr ein orsök sé til hins
skilyrta eðr til afleiðíngar, fyrir þvi er óheimil
játun skilyrðis af framkomu hins skilyrta. Dæmi:
,Ef þessi brjóstveiki karl fær kvefsóttina, er hann
frá‘. Þótt það nú aldrei nema væri hverju orði