Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 244
244
ísleifur Einarsson háyflrdómari 476—77.
Marteinn Einarsson biskup 477—78.
Oddur Einarsson biskup 478—79.
Magnús Eiríksson cand. theol. 479—82.
Jón Eiríksson konferenzráð 535—38.
Vigfús Erichsen kammerassessor 538.
Jón Espólin sýslumaður 601.
Eins og sjá má af skrá þessari hafa að eins 27
íslendingar verið teknir í safn þetta, enn sem komið
er, og satt að segja flnnst oss, að vér höfum orðið
nokkuð afskiptir í samanburði við Dani sjálfa, sem
við er að búast, þar eð þeim hefur ekki þóknazt að
hafa neinn íslending til að vinna að safni þessu
fyrir íslands hönd, sem þó virtist liggja beint við
og vera enda sjálfsagt1. Þegar vér gætum að, hverjir
hafi ritað æfiágrip þessara 27 Islendinga, sem nefndir
eru i skránni, sjáum vér, að N. Bögh skólakennari
hefur ritað um Carl Andersen, M. C. Gertz háskóla-
kennari um Pál Arnesen og H. Schwanenflúgel sagn-
fræðingur um Magnús Eiríksson, en dr. phil. Kristján
Kaalund, bókavörður við Arna Magnússonar safnið
um alla hina (24), svo að það liggur í augum uppi,
að hann hefur sérstaklega tekizt á hendur að sjá
safni þessu fyrir æfisögum íslenzkra manna. Ef til
vill hefur hann notið og nýtur enn aðstoðar ein-
1) Eg vil geta þess hér, þótt það komi ekki beinlínis
þessu efni við, að dr. phil. J. A. Fridericia, undirbókavörður
við báskólabókasafnið hefur ritað langa grein um Hinrik Bjelke,
er hér var höfuðsmaður 1048—1683 (Dansk biogr. Lex. II.
327—330), en ekki minnist hann með einu orði á starf hans
hér á landi, og hefði það þó sannarlega átt við, því að hann
var einn hinna beztu og nýtustu höfuðsmanna, er hér hafa
verið. Fridericia segir að eins (II. 328), að.hannhaíi komið
hingað stöku sinnum; það er allt og sumt.