Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 254
‘254
manni 1750—54, og það var hann, sem hjálpaði
honum til að fá Snæfellsnessýslu. Enn fremur er
þess ekki getið, hvar Jón sýslumaður hafl bóið (or
á Ingjaldshóli), sem auðvitað hefði átt að nefna, og
dánardagur hans er ekki heldur nefndur, en hann
andaðist 14. maí (1777). Þegar dr. Kaalund á annað'
borð fór að taka Jón sýslumann í safn þetta, sem
vér satt að segja finnum litla ástæðu til, hefði hann
átt að hafa æfiágrip hans dálítið greinilegra.
I hinu örstutta æfiágripi Jóns bókavarðar Arna-
sonar (I 334), er móðir hans (Steinunn Ólafsdóttir)
ekki nefnd á nafn, og ekki er heldur minnzt á það, að-
faðir hans var þríkvæntur og að Jón var son hans.
af síðasta hjónabandi. Þessi viðbót hefði þó lítió
lengt æfiágripið.
Æfiágrip Páls prófasts Björnssonar í Selárdal
(II 322—23) er mjög stutt (að eins 17 línur) og því
auðvitað sárlítið á því að græða.
En þegar dr. Kaalund fer að rita um Stefán
Björnsson stærðfræðing (II 323), skjátlast honum þó-
fyrst reglulega, því að það er varla nokkur heil
brú i hinum fáu línum um hann, auk þess, sem
hann nefnir ekki það, sem vert hefði verið að geta um,
að Stefán fékk »accessit« háskólans 1792 og gull-
medalíuna árið eptir, hvort tveggja fyrir ritgjörðir í
stærðfræði. Hann telur hann fæddan á Hjaltastöð-
um í Skagafirði 15. janúar 1730 og segir, að Björn
Skúlason faðir hans hafi þá verið þar prestur; hér er
þrennt alveg skakkt, því að ílyrsta lagi var Stefán
ekki fœddur á Hjaltastöðum, í öðru lagi ekki árið
1730 og i þriðja lagi hafði faðir hans ekki prests-
embætti á hendi og bjó ekki á Hjaltastöðum, þegar
Stefán fæddist, heldur bjó hann þá embœttislaus á
Yztu-Grund í Skagafirði og þar er Stefán fæddur