Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 255
255
1720 eða 1721. Séra Björn hafði að vísu áðurverið
prestur í Flugumýrarþingum frá 1707—1713 og búið
þá á Hjaltastöðum, en hann missti þar prestskap og
fékk ekki uppreisn fyr en 1729, er honum var veitt
Tjörn á Vatnsnesi og svo Flugumýrarþing að nýju
1734 og eptir það bjó hann á Hjaltastöðum til dauða-
dags (1759).
Hefði dr. Kaalund flett upp J. Worm Lexicon III.
82, gat hann séð, að þar er Stefán talinn fæddur á
Grund í Skagafirði, en fæðingarár hans er þar skakkt:
(1730) og eins í Nyerup & Kraft Litteraturlexicon
Kh. 1820 bls. 69, sem Kaalund nefnir sem annað
heimildarrit sitt fyrir þessu æfiágripi1 (auk árbóka
Espólíns), og hefði honum jafnframt verið kunnugt
um, að Stefán er útskrifaður úr Hólaskóla 1744eptir
8 vetra dvöl, þá hefði hann líklega séð, að eitthvað
væri bogið við það, að Stefán hefði komið 6 ára
gamall í skóla(!) eins og ætti að vera, ef 1730 væri
hið rétta fæðingarár hans. Eins og fyr er getið er
Stefán fæddur annaðhvort 1720 eða 1721 en síður
1722, eins og sumstaðar er talið, en fæðingardagur
hans (15. janúar) er líklega réttur hjá Worm, og þá
liggur næst að halda, að ártalið 1730 sé aðeins.
prentvilla fyrir 1720, en þar eð vér höfum í ritgjörð
um íslenzka háskólakandídata í guðfræði, er ef til
vill birtist á prenti innan skamms, einmitt rannsak-
að þetta sama atriði nákvæmar með tilvitnunum til
heimildarrita, sleppum vér að tala frekar um það
hér. Dr. Kaalund segir ennfremur, að Stefán hafi
veitt Hólaskóla forstöðu »nokkur ár«, en nefnir ekki,
1) Hann liefði fremur átt aö nefna Worms Lex. sem
heimildarrit, þar eð hann hefur auðsjáanlega tekið flestar
yillurnar um Stefán eptir þyí, en ekki eptir Nyerup.