Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 259
259
og síðar á Staðastað, án þess nokkurt ártal sé
nefnt.
Æflágrip Sveinbjarnar Egilssonar (IV. 440—43)
og Jóns konferenzráðs Eiríkssonar (IV. 536—38) eru
aptur á móti allvel rituð og nokkurnveginn rétt i
öllum aðalatriðum, enda hefur dr. Kaalund getað
byggt frásögn sína á mörgum áreiðanlegum ritum
um þessa merkismenn og ekki eingöngu á Worm
eða Nyerup, sem hann þó skýrskotar til neðan við
æflágrip Jóns Eiríkssonar. Hann telur Sveinbjörn
fæddan 6. marz 1791, eins og víða er gjört, en 24.
febrúar mun vera hinn rétti fæðingardagur hans,
samkvæmt skírnarseðli frá Utskálum; að minnsta
kosti hefði gjarnan mátt geta um, að fæðingardagur
hans 6. marz væri ekki alveg viss.
Um Hdlfdan Einarsson skólameistara (IV. 475—
76) hefur dr. Kaalund ennfremur tekið eina villu
eptir Worm, en hún er sú, að hann hafi tekið próf
í guðfræði við háskólann 1754. Þetta er skakkt,
því að Hálfdan tók prófið 14. april 17551, s. á. og
hann kom út hingað með Gísla biskupi Magnússyni
og varð skólameistari; Worm segir einnig, að það
hafi veríð sama árið, en hefur ártalið skakkt (1754).
í æfiágripi Jóns sýslumanns Espólíns (IV. 601),
er hvorki minnzt á, að hann hafi ritað neitt í guð-
fræði eða verið vel að sér í ættfræði. Skýringartil-
raun hans yfir opinberunarbók Jóhannesar, er þó
fyllilega þess verð, að hennar væri getið, einkum
þar eð hún er prentuð, en dr. Kaalund hefur lík-
lega verið ókunnugt um það. Ættartölubækur hans
í 8 bindum í 4to eru einnig svo umfangsmikið og
markvert safn, að varla verður gengið þegjandi fram
1) Þetta er tekið beinlínis eptir prófbókum háskólans,
17*