Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 262
262
bókmenntir vorar —, þá er jeg hræddur um, að
meira yrði af ljelegri bókunum hjá oss að tiltölu við
góðu bækurnar en hjá þeim. Til þessa ber einkum
þrennt. Hjá hinum stærri þjóðum er markaðurinn
fyrir bækur svo stór, að arðurinn af sölu bókanna
getur eigi að eins veitt höfundum þeirra nægilegt
lífsuppeldi, heldur jafnvel, ef mjög vel tekst, gert
þá stórríka menn. Einstakir menn geta því lifað
eingöngu á því að rita og þannig helgað ritstörfum
alla sína krapta. Hjá oss er ekki því að heilsa.
Kaupmagn þjóðarinnar er svo lítið, að opt þykir vei
takast, ef arðurinn af sölunni er svo mikill, að hann
hrökkvi rúmlega fyrir útgáfukostnaðinum. Ritlaun
hjá oss eru annaðhvort lítil eða engin. Hjá oss getur
því enginn lifað af þvíað rita; þeir, sem rita, verða að
gera það íhjáverkum, og getaþví ekkihelgað ritstörf-
um nema lítið brot af kröptum sínum. Það hefir nú
aldrei verið álitið heppilegt, að hafa mörg járn i
eldinum í senn, en það eru rithöfundar vorir nauð-
beygðir til að gera. Sje þetta athugað, þá má það
næstum heita undravert, hve mikið vjer þó eigum
af góðum ritum. Ættu rithöfundar vorir við sama
hag að búa sem rithöfundar annarra þjóða, þá er
sízt fyrir að synja, að bókmenntir vorar gætu staðið
bókmenntum margra annarra þjóða fullkomlega á
sporði. Vjer höfum t. d. átt mörg ágæt skáld; en
þegar þau hafa snúið sjer til óðargyðjunnar, hafa
þau öll orðið að »blóta á laun«; opinberlega hafa
þau orðið að hafa annarlega guði fyrir henni. Hefðu
þessir menn mátt neyta allra sinna krapta til skáld-
skapar, þá er ekki að vita, hverju þeir hefðu af-
kastað.
Af því fátæktin er svo yfirgnæfandi og almenn
á Islandi, en lestrarfýstin hins vegar þó mikil, þá leið-