Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 268
2(58
með því að byrja á Bjarna Thórarensen. Þegar unr
sýnishornin er að ræða, þá er það sjálfsögð megin-
regla, að velja helzt það sem bæði er bezt eptir*
hvern höfund og sem mest einkennir hann og stefnu
hans, enda mun þetta tvennt optast saman fara,
þvi mönnum tekst vanalega bezt það sem þeim er-
eiginlegast. Þessari meginreglu hefur útgef. ekki
alls staðar fylgt í vali kvæðanna. Hann hefir verið
svo hrifinn af ættjarðarkvæðunum, að hann hefir
tekið eitt eða fleiri kvæði um Island eptir næstum
hvert skáld, ef þeir á annað borð hafa orkt slík
kvæði, og það hafa þeir svo að segja næstum und-
antekningarlaust gert. Þó að mörg af þessum kvæð-
um sjeu mjög falleg og geti haft mikla þýðingu f
því efni, að glæða ættjarðarástina í hjörtum ungra
lesenda, þá er svo með þetta eins og annað, að of
mikið má að öllu gera. Hefði bókin verið stærri
en hún er, þá hefði mátt taka öll þessi kvæði, en
úr því að rúmið var svo takmarkað, þá hefði verið<
rjettara að láta sum þeirra sitja á hakanum og taka.
heldur eitthvað annað í staðinn, sem meir einkenndi
höfundinn. Það hefir að mig minnir verið tekið fram
í útlendum bókum, að aðalyrkisefnið hjá öllum ís-
lenzkum skáldum va ri Island og náttúra þess, en
litið annað. Jeg held að þessi sýnisbók styrki þessa.
skoðun, — sem heldur ekki er byggð alveg í lausu
lopti — og það svo, að það verði framvegis fösfc
sannfæring, að svo sje. En það álít eg hvorki heppi-
legt nje rjettlátt. Bókin á líka að hafa áhrif á ung-
linga og í þvi efni er heppilegast að efnið sje sem
margbreyttast. Utgef. hefir að mínu áliti víðasthvar
tekizt allvel að velja úr kvæðum hinna núlifandi
skálda, enda kveðst hann hafa leitað álits þeirra.
sjálfra; en þegar hann hefir farið að velja úr kvæð-