Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Síða 270
270
að það er nokkuð almennt álit á íslandi, að Svoldar-
rimur sjeu einar hinar beztu eptir Sigurð. En jeg-
held að það sje fremur efnið en meðferðin á því,.
sem hefir gert þetta að verkum, því að jeg get eng-
an skáldskap í þeim fundið. Utgef. hefði því a5
mínu áliti alls ekkert úr þeim átt að taka. Hefði
hann viljað sýna kafla úr öðrum rimum en Núma-
rimum, þá hefði það átt að vera úr Víglundarrím-
um, því þar er þó sumstaðar nokkur skáldskapur.
En hefði jeg átt að velja, mundi jeg hafa látið mjer
nægja kafla úr Númarímum, en tekið heldur eitt eða
fleiri af hinum snotru kvæðum Sigurðar i »Smámun-
um« hans. Af kvæðum Sigurðar hefir útgef. að eins.
tekið eitt, og er það, úr því sem gera er, vel valið.
Eptir Jón Thóroddsen eru í bókinni 4 kvæði.,
Hið fyrsta þeirra, »ísland«, var sjálfsagt að taka,
og tvö seinustu kvæðin eiga lika vel heima í safni
sem þessu. En annað kvæðið, »Til Islendinga«, sem
mest rúm tekur upp, hefði mátt missa sig. Utgef..
hefir hjer, eins og við valið úr kvæðum Bólu-Hjálm-
ars og viðar, látiðginnast til að taka það, af þvi að'
það er ættjarðarkvæði, en þess gerðist engin þörf,.
þar sem búið var að prenta rjett á undan annað
ljómandi ættjarðarkvæði, sem ekki varð gengið fram
hjá. Þótt þetta langa kvæði, er hjer um ræðir, sje-
að mörgu leyti fallegt, þá erþað að engu leyti sjer-
staklega einkennilegt fyrir Jón Thóroddsen. Það er
meira að segja mjög lítið frumhugsað í því, þvi að
megnið af því er að eins bergmál af kvæðum eptir
Jónas og Bjarna, i nýjum búningi. Þessu held jeg
enginn geti neitað, sem ber kvæðið saman við kvæði
þeirra. Það var því alls ekki rjett að velja þetta
kvæði, því það getur leitt til þess, að útlendingar,
sem þessa bók lesa, en eigi þekkja önnur kvæði