Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 272
272
haft örfandi og hvetjandi áhrif á unga lesendur, enda
innihalda þessir kaflar marga góða hugvekju.
Titill bókarinnar er vel valinn, tekinn eptir
bók Konráðs Gíslasonar: Sýnisbók íslenzkrar tungu.
Þá er að minnast á fráganginn eða hinn ytra
búning bókarinnar. Að prentun og pappír er bókin
vel úr garði gerð, með skýru og fallegu letri. En
svo er rjettritunin. Utgef. hefir haft það hugfast,
að bókin ætti jafnframt að vera skólabók, og hefir
því, að undanteknum fáeinum köflum, fært allt til
þeirrar rjettritunar, sem kennd er í lærða skólanum.
í þessu hefir útgef. að minni skoðun gert alveg
rjett, því þessi rjettritun er tíðkuð um allt land og
á að vera það. Hún er heldur ekki svo fjarlæg
rithætti fornmanna, að útlendingar, sem bókin einn-
ig er ætluð, eigi bágt með að átta sig á hinum ein-
stöku orðum. Það er nú einkum áríðandi með
bækur, sem nota á við kennslu, að bæði sje lítið af
prentvillum í þeim og að rjettritunin sje sjálfri sjer
samkvæm. Það er líka auðsjeð að útgef. hefir gert
sjer far um að vanda prófarkalesturinn sem mest,
enda hefi jeg ekki fundið af eiginlegum prentvillum
í bókinni nema einar tvær, en þær eru: er f. ert á
bls. 2202 og hlustu f. hlusta á bls. 323u. Auk þess
er í bókinni haldið tveimur prentvillum í sögu, er
upp er tekin úr eldri bók, þótt þær liggi í augum
uppi og því hefði átt að leiðrjetta þær. Þessar
prentvillur eru: verði f. varði á bls. 1614 og siðr f.
siðr á bls. 1643. Það er sjaldgæft að sjá bók með
svo fáum prentvillum og ber slíkt að lofa. Annað
verður uppi áteningnum, þegar um samkvæmnina í
rjettrituninni er að ræða. Það brestur mikið á, að
bókin sje eins fullkomin í því efni. Af því jeg býst
við og vona, að bókin verði notuð sem skólabók,