Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Side 280
280
o. fl. unnu reyndar allt verkið fyrir þá, en Arn-
grimur Jónsson var þó hinn eini íslendingur, sem
Var kunnur í Evrópu.
Svíar, en ekki Danir, voru fyrstir til þess, að
gefa út sögur vorar og vekja athygli Evrópu á þeim.
Olaus Yerelius gekk bezt fram; margar sögur þýddi
hann sjálfur, sumar þýddu Svíar og sumir Islend-
ingar (ísleifur Þorleifsson, Jón Guðmundsson o. fl.).
Á árunum 1664—1697 komu út 11 islenzkar sögur
í Uppsölum, flestar á íslenzku, sænsku og latínu.
Þær voru allar fornaldarsögur, nema saga Olafs
Tryggjasonar(l), sem kom út 1665.
Af bréfum Henry Spelmans til Óla Worms má
sjá, að hann þekkti vel Arngrím Jónsson og gaf sig
mikið við rúnum. En Hickes var hinn fyrsti Eng-
lendingur, sem gaf sig að nokkru ráði við íslenzku.
Hann gaf út íslenzka orðabók og málfræði i riti,
sem kom út í Oxford 1689, Institutiones Grammaticœ
Anglosaxonicœ et Mœsogothicœ. Englendingum hefur
þótt gaman að eiga við þetta hulinsmál og vera
kallaðir galdramenn. Málið var þá kallað »Runick«.
Spelman kallar þá, sem eiga við það, mystagogæ og
fornmenn kallar hann »Runici« og þykist finna
nafnið á þeim í Germaníu Tacítusar. Islendingar
sjálfir og Danir kölluðu málið rúnamál. Magnús
Ólafsson kallar orðbók sína, 1650, Lexicon runicum.
Ole Worm kallar eitt rit sitt Literatura Danica,
Gothica og Runica. Gauzka (lingua Gothica) var
þó fornmálið optast kallað á Norðurlöndum. Guð-
mundur Andrésson vildi hafa bæði nöfnin og kallaði
orðabók sína, 1683, Lexicon Gothicœ runœ (l). A. Eng-
landi var það leitt af hebresku, eins og önnur mál,
en álitið gjörningagripur og fárra meðfæri.
Skáldkonungur Englendinga, sem þá var, Drydenf