Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 281
281
var einn af þeim, sem af forvitni hnýstust í þetta
mál. Hann fekk sér Hervarar sögu, sem var komin
út í Uppsölum 1672, Hickes og orðabækur (Verelius,
Magnús Oíafsson) og settist, á elliárum sínum, við
að þýða ljóð Hervarar, er hún kveður Angantý upp
úr haugnum á Sámsey og nær Tyrfing. Gaf hann
síðan út bæði texta og þýðingu árið 1694 í safni af
þýðingum (úr latínu), sem hann kallaði »Miscellany«.
Þýðing hans heitir »The Waking of Anganþeow«
(Vakning Angantýs). Lítið sem ekkert eimir eptir
af frumkvæðinu hjá Dryden, sem von var.
III. Gray.
Thomas Gray hét gott skáld, sem var uppi á
Englandi 1716—1771. Hann hefur ort mörg snilld-
arkvæði, sem eru eins og haglegt dvergasmiði,
hvergi á þeim missmíði né misfellur. Kirkjugarðs-
ljóð hans voru þegar þýdd á flest mál í Evrópu,
dönsku, hvað þá heldur önnur. Það gegnir furðu,
að þessi seinvirki og vandvirki maður, sem var
slíkur meistari i öllu formi, skyldi fara að staulast
gegn um afbökuð íslenzk kvæði hjá Bartholin
(Antiquitates Danicæ 1689) og Þormóði Torfasyni.
Hann átti 0. Verelius: Index linguæ veteris Scytho-
Scandicæ sive Gothicæ, sem kom út í Uppsölum
1691. Með þessari bók, þó ónýt væri, brauzt hann
yfir allar torfærur og gat sér til í eyðurnar. Segir
liann í bréfl til Horace Walpole, að sér þyki réttara
að kalla þetta mál »Norse«x en »Skýþisku«. Um
sama leyti og Gray var að eiga við íslenzkan skáld-
skap. var Macpherson að eiga við Ossian. Það var
vísir til hins stórkostlega og ágæta »rómantiska«
1) Norrœnu.