Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 282
282
skáldskapar, sem reis upp á Englandi um aldamótin
næstu, og sannaðist hér orðtækið fornkveðna, að
»mjór er mikils vísir«.
Gray mun hafa þýtt og ort upp mörg íslenzk
kvæði. Að eins tvö komu út með öðrum þýðingum
eptir hann úr keltnesku, 1768, í Glasgow, Darraðar-
ljóð og Vegtamskviða (Baldrs draumar). Kallaði
hann þau »The Fatal Sisters* (Valkyrjurnar) og
»The Descent of Oden« (För Óðins). Hrólfur kraki
eptir Johannes Ewald kom útíHöfnl770 og »Dauði
Baldurs« eptir sama höfund kom út nokkrum árum
seinna. Þannig er Gray liið fyrsta málsmetandi
skáld fyrir utan Island, sem skyggnist inn í töfra-
heim fornaldarinnar og kemur auga á lýsigullið, sem
dreifir myrkrunum.
Sjaldan hcfur íslenzkt kvæði verið fært í jafn
ágætan búning á öðru máli og Darraðarljóð hjá
Gray, enda er enska málið betur lagað en flest önn-
ur mál til að þýða norrænan skáldskap, vegna þess,
að svo mikið má segja í fám og mergjuðum orðum.
Hinn voðalegi og hryllilegi vefur valkyrjanna er
ofinn með frábærri snilld og orðheppni af Gray í
Stuttar hendingar með rími1, höfuðstöfum og stuðlum,
og þó hann sé ekki eins ógurlegur, blóðdrifinn og
helkaldur, eins og í Darraðarljóðum, þá eldir samt
eptir hjá honum af hinni römmu heiðni í þessum
Brjánsbardagaljóðum.
Now the storm begins to lower Sbr. fyrstu vísurnar tvær:
Haste, the loom of Hel prepare, Vitt er orpit, etc
Iron sleet of arrowy sbower og: sjá er orpinn vefr, etc.
Hurtles in tbe darkened air, etc.
1) Kím kemur fyrir í Darraðarljóðum: gnesta bresta.