Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1891, Page 285
285
Byron, Shelley, Wordsworth, Coleridge, Southey o. fl.
Það er allmerkilegt fyrir oss Islendinga, að eitt af
þessum höfuðskáldum hefur sjálfur játað, að þessi
«káldadýrð hafl vaxið upp af hinum íslenzku fræjum,
sem Gray og Percy sáðu, með fram öðrum fræjum.
Allar enskar bókmenntasögur segja, að hún stafi frá
hinum ensku fornkvæðum, sem Percy gaf út 1765
•(Reliques of ancient Poetry); en hinn »rómantiski«
•skáldskapur á sér fleiri rætur en eina, og ein af
rótum hans er íslenzk. Southey ritar, sem nú skal
greina, í Quarterly Review, janúar, 1827: Þýðingar
■Grays á rúnaljóðum (Runic poems)1 höfðu hrifið
sterklega hina nýju kynslóð skáldanna. Og þessi
áhrif efldust af Percys »Northern Antiquities« (þýð-
ing hans á Mallet) og þeim þýðingum á hinum
frægustu kvæðum skáldanna, sem hinn sami nýti
höfundur gaf út og sem hafa haft kröptug áhrif á
marga. Ahrifin á enskar bókmenntir voru sýnileg
•og skáldin virtust hneigjast mjög í þá átt, að segja
guðum Róms og Grikklands upp hlýðúi og hollustu
og ganga á hönd guðum Valhallar, og hetjunum,
sem á hverjum degi veiddu og drápu hinn ódauð-
lega gölt, og hvert kvöld snæddu hið óþrjótandi
kjöt hans2. Southey getur þess, að á Suður-Englandi
(Devonshire og Cornwall) hafi komið út safn af
kvæðum norræns efnis eptir ýmsa höfunda, nefnir
hann af þeim Miss Seward og Mr. Poluhele. Auk
þeirra nefnir hann Mr. Hole, sem hafi ort norræna
drápu eins geypilega og Leónídas Glovers. Sú
drápa var talin furðuverk á sínum tíma, en nú lítur
enginn við henni.
1) Svo lengi hélzt þetta orð.
2) Það er auðséð, að Southey er kunnugur goðafræði
vorri.