Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 7
Hlín
5
landi, kynst áhuga og dugnaði fjelagskvenna, og hve
miklu þær höfðu áorkað þrátt fyrir einangrunina. —
Hve miklu meiru mátti þá ekki koma í verk, ef allir
legðust á eitt. — Fjelagsskapurinn var víða nokkuð
einhliða, nær eingöngu líknarstarfsemi, jeg fann að
margar konur þráðu víðara starfssvið og fleiri starfs-
þætti. — Jeg hafði kynst fjelagslífi nágrannaþjóða
okkar að nokkru, meðan jeg var erlendis, og sjeð hve
miklu þær höfðu komið til leiðar með samtökum.
Sjerstaklega fanst mjer til um samtök kvenna í Finn-
landi („Mörthurnar"), fanst þau eiga best við hjá okk-
ur. — Hjer á Norðurlandi var þegar gerð nokkur til-
raun með samvinnu í einni sýslu: Suður-Þingeyjar-
sýslu. Þar höfðu 7 kvenfjelagsdeildir sameinast í
sýslusamband, sem vann að því að koma upp hús-
mæðraskóla fyrir hjeraðið. — Jóninna Sigurðardóttir
frá Draflastöðum hafði stofnað þetta samband, er hún
var umferðakennari þar fyrir Búnaðarfjelag íslands
1904. — Þetta samband hafði jeg til hliðsjónar og lærði
margt af því, er jeg braut upp á þessu nýmæli, enda
reyndust hinar mætu konur, er þar stóðu fremstar í
flokki, öflugir stuðningsmenn hins nýja sambands.
Mjer var það, þegar frá byrjun, fullljóst, að hlutverk
Sambandsins ætti að vera samvinna um heill og hag-
sæld heimilanna, og í öðru lagi, að auka samúð og
kynningu milli kvennanna innbyrðis.
Sambandið hefir þegar frá fyrstu tíð haft þessi mál
á stefnuskrá sinni: Uppeldismál og húsmæðrafræðslu,
heimilisiðnað, heilbrigðismál og garðrækt. — Þessi mál
eru hvergi nærri útrædd enn, og verða það ekki meðan
heimilin starfa á svipuðum grundvelli og nú. — Stefnu-
skrármál S. N. K. hafa reynst svo endingargóð, að öll
samböndin í hinum fjórðungunum, sem stofnuð hafa
verið síðan, hafa líka tekið þau upp sem sín áhugamál,
og Kvenfjelagasamband íslands, sem stofnað var 1930, og