Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 102
100
Hlín
kvöldinu áður lyftu fagurskreyttum kollinum móti
hnígandi sól, drúpa föl og hnípin og fella visin blöðin
í fyrsta blænum, þá er eins og hrollur líði gegnum
huga manns við átök kuldans á alt sem lifir.
Altaf síðan sögur hófust og til þessa dags hafa menn
leitað ýmsra bragða til þess að draga úr beiskju kuld-
ans. I fornöld voru kyntir langeldarnir, sem hituðu og
lýstu í húsum manna, síðar meir voru það þykkir vegg-
ir og löng göng, sem áttu að útiloka kuldann, og kýrn-
ar, sem hafðar voru undir baðstofuloftinu, yljuðu tals-
vert upp um gólf og uppgöngur, þó miðlungi gott loft
fylgdi því, var það tilvinnandi, og allir fundu betri
líðan ef dró úr bitru kuldans. — Þá var ekki kveiktur
eldur nema í hlóðum frammi í bæ þar sem hitinn hvarf
út um strompa og inn í göng eða dyr er að eldhúsinu
lágu.
Nú er svo komið, að búið er að fá eldinn í lið með
sjer í þessu stríði, og á flestum stöðvum vinnur hann
með bættum húsakynnum að sæmilegri líðan manna inn-
anhúss, þó úti sje hríð og hrakviðri. Já, mikill er munur-
inn á æfi nútíðarkvenna, yngri og eldri, í því tilliti og
fyrir 50 árum, svo ekki sje litið lengra til baka. Það er
gleðileg framför og óskandi væri að henni fylgdu líka
hlýjar hugsanir og nærgætni, í einu orði kærleiksrík
sambúð manna. — En skyldi það nú vera svo? — Já,
að mörgu leyti er mannúðin meiri en hún var á fyrstu
dögum þeirra, sem nú eru aldrað fólk, bæði gagnvart
mönnum og skepnum, en hlýjan í hversdagsviðbúðinni
er ekki eins mikil og hún ætti að vera. — Það er of al-
gengt að menn nota hvert tækif'æri til þess að erta
hver annan, án þess að athuga, hvort þær viðræður
særa huga hins, líka hafa margir gaman af að hæðast
að því, sem öðrum er mikils virði, og það því fremur,
ef þeir vita að hina tekur það sárt, og mörg önnur
ónærgætni er ekki svo sjaldgæf, — Alt kemur þetta af