Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 147
145
tilín
Úr S.-Þingeyjarsýslu er skrifað: Ungu stúlkurnar á bæjunum lijer
i kring eru að vefa gluggatjöld, rúmábreiður og borðdúka í tví-
breiðum vefstól, sem kvenfjelagið á. — Heimilin breytast, þegar
þær koma heim aftur frá Húsmæðraskólanum á Laugum með
aukna þekkingu, nýtt lífsviðhorf og lífstrú frá okkar elskulegu
Kristjönu.
Úr Borgarfirði syðra er skrifað: Það gengur vel með kven-
fjelagið. — Nú erum við búnar að hafa saumanámsskeið, sem
stóð í mánuð, það lítur út fyrir að full þörf hafi verið fyrir það,
því fullskipað var allan tímann, 12 konur, kennara fengum við
frá Borgarnesi, hefur sagt til á námsskeiðum þar. — Saumaðar
voru yfir 150 flíknr, stærri og smærri. — Allir mjög ánægðir með
að fá svona góða tilsögn. — Konur eru oft hikandi við að sníða
sjálfar, þó þær geti komið flíkinni saman, þegar það er búið. —
Námsskeiðið var haft í Nesi, sem er nýbýli í Skánareyjarlandi,
nálægt Reykjadalsá. Það var stór stofa, sem saumað var í, en
svefnherbergi hjónanna var notað til að máta í. — Auðvitað var
dálítið þröngt, en ekki til tafar, allir voru ánægðir. — Ekki skil
jeg í öðru en námsskeið verði haft aftur næsta vetur. — Kven-
fjelagið hafði sýningu s. 1. vor (1938) í Reykholti, það var mjög
niyndarleg sýning. H.
Úr Hreppuni í Árnessýslu er skrifað: — Það vakti athygli okk-
ar greinin um rafmagnsvindmillurnar í »Hlín« og fór sonur minn
að spyrjast fyrir um það í Reykjavík í haust, hvort þær mundu
vera fáanlegar þar, og svo fór að hann náði í eina, og kostaði
hún með einum rafgeymi 260 kr. — Uppsetning millunnar tókst
vel og er hún sett á húsmæninn, sem er nýbygt steinhús, og
höfum við nú mjög skemtileg Ijós, og öfundar okkur margur og
segir: »Það skal ekki verða unt, ef jeg reyni ekki að fá mjer
svona tæki«. G. J.
Sveitastúlka í Þingeyjarsýslu skrifar vorið 1939: — Allir eru
afarspentir fyrir vindmótorum til ljósa. Búið að setja upp 3
hjer í sýslu í vetur, og hver þeirra reynist vel. — Allir sveitung-
ar mínir vilja raflýsa þannig næsta ár, ef þeir geta.
Það er nú móðins að vefa öll ósköp úr tvisti: Dúka, rúmfatnað,
handklæði o. fl. Einnig ullar-bekkábreiður. — Svo er prjónað
ógrynnin öll. Nú eru hjer í sveit 11 vjelar, 2 hringvjelar, en hin-
ar stórar. Þá 11. keypti kvenfjelagsdeild S.-Þ. í fyrra.
Islensk kona í Vesturheimi skrifar: — Þessir hlýju straumar
að heiman verða okkur útilegubörnunum styrkur til þess að við-
halda kröftum okkar við hinn gamla norræna stofn, — Jeg hlust-
10