Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 72
70
Hlín
manna til að nota bómullargarn til að vefa úr. Hrað-
skyttuvefnaðurinn breiddist út víðsvegar um land frá
Ási, því margir menn úr öðrum landsfjórðungum lærðu
þessa iðn þar, og varð þetta heimaiðnaðinum mikill
styrkur.
Nokkru fyrir aldamótin 1900 voru, einkum í Þing-
eyjarsýslu, gerðar gagngerðar tilraunir um að bæta ís-
lensku ullina með kynbótum. Hefur sú tilraun borið
góðan árangur, þannig að þingeysk ull þykir jafnan
þelmeiri til tóskapar en ull úr öðrum landsfjórðungum.
Nokkru eftir aldamótin var svo ullarmatið tekið upp,
og hefir það, eins og nærri má geta, haft mjög mikla
þýðingu fyrir verðlag ullarinnar, og gert það að verk-
um, að áhugi er vaknaður fyrir að verka ullina betur.
Langt er þó enn í land þangað til meðferð fjárins og
öll meðferð ullarinnar skapar hjer fyrirmyndarvöru.
(Mætti í því efni bera okkur saman við Finna, sem er
fjárræktarþjóð mikil. Munurinn er þar stórmikill). —
Aldagamlar venjur eru lífseigar, enda eru erfiðleik-
arnir margir og miklir í þessu efni. En ef kindunum
væri sýnd, þó ekki væri nema lítið brot af þeirri ‘ná-
kvæmni og alúð, sem tófunum er sýnd nú á dögum,
mundi þess fljótt sjást merki. — Áreiðanlega þarf
sauðkindin einnig miklu meiri umönnun og aðgæslu
en henni er í tje látin, sjerstaklega á vissum tímum,
engu síður en tófan, ef hennar á að verða full not. En
alt þetta stendur til bóta hjá okkur.
Þegar leið að aldamótunum 1900, urðu margar þreng-
ingar á vegi ullariðnaðarins á íslandi, þá flyktust menn
í bæina úr sveitunum, svo fátt eitt var eftir af fólki á
heimilunum til ullarvinnu. Útlendar vörur, mjög ódýr-
ar, streymdu inn í landið, sem fólkið vildi heldur nota,
þó haldlitlar og skjóllitlar væru. Margir töldu ullariðn-
aðinn á heimilunum úr sögunni, og verksmiðjurnar,
sem voru fáar og smáar, áttu erfitt uppdráttar. Þær