Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 114
112
Hlín
sje klipt og skorið í ákveðnu augnamiði. Skælingur er
einkum athyglisverður af sjó að sjá. Á útlendum sjó-
kortum er hann nefndur „Hið kínverska musteri“.
í sveitinni hafa aldrei verið fleiri en 10 jarðir, ein
þeirra er nú fyrir fult og alt komin í auðn. Um síð-
ustu áramót var mannfjöldinn hjer 54, að líkindum er
þetta fólksfæsta sveit landsins. Áður fyr var þessi litla
sveit kirkjusókn fyrir sig og prestssetrið Klippstaður,
en nú er hún sameinuð Dvergasteini í Seyðisfirði. —
Fjelagslíf er fábrotð en merkilegt þó. Hjer er fjelag
sem heitir Framfarafjelag Loðmundarfjarðar og er nú
59 ára gamalt, stofnað 1. jan. 1880. — Um þær mundir
ólst upp í Stakkahlíð framgjörn, greind, námfús og
dugleg stúlka, Arnbjörg Stefánsdóttir. — Hún hafði
fengið nokkra undirbúningsmentun heima fyrir, en
lagði síðan leið sína til útlanda og aflaði sjer þar frek-
ari mentunar. — Eftir heimkomu sína átti hún frum-
kvæði að því að koma á fjelagi, er hefði það markmið
að styrkja æskulýð sveitarinnar til mentunar og mann-
dóms. — Stofnendur voru 7 ungmenni sveitarinnar,
piltar og stúlkur. (Þetta fólk mun alt vera dáið nema
Þórunn Rustikusdóttir sem nú dvelur á Elliheimilinu
,,Höfn“, á Seyðisfirði, löngu blind).*
Fyrst framanaf var alt kapp lagt á að auka sjóðinn,
því að markmiðinu, mentun æskulýðsins, var ekki
hægt að vinna beinlínis fyr en sjóðurinn var orðinn
1000 krónur. Þessu takmarki var náð 1898, og þá fyrst
veittur lítill styrkur einu heimili til barnafræðslu.
1889 var ákveðið að leggja alla inneign fjelagsins í
Söfnunarsjóð íslands og þeim skilyrðum bundið, að
þaðan mætti hann ekki hreyfa og vextirnir leggjast
* Lög fjelagsins og stefnuskrá eru merkileg plögg. — Sagnir
eru til um það, að Tryggvi Gunnarsson hafi sfutt Arnbjörgu í
starfi á þessum fyrstu árum fjelagsins, hann var þá búsettur á
Vestdnlseyri,