Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 144

Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 144
142 Hlín Úr Borgarfirði eystra: Eins og yður mun kunnugt hefur kvenfjelagið iijerna gengist fyrir vefnaðarnámsskeiðum tvo s. 1. vetur og hefur Samband aust- firskra kvenna styrkt þau og útvegað kenslukonur. — Hvort námsskeið stóð 2 mánuði. — Tilgangur með námsskeiðum þess- um var að endurreisa vefnaðinn hjer í sveitinni, sem algerlega var fallinn niður tvo siðustu áratugina. — Kvað svo ramt að því, að fjöldinn allur af unga fólkinu hafði ekki svo mikið sem sjeð vefstól. — Námsskeiðunum var þó tekið með mjög mikilli ánægju og áhuga. — Urðu umsóknir að þeim meiri en hægt var að full- nægja, einkum því síðara. — Reyndust nemendur að sögn kenslu- kvenna bæði lægnir og ástundunarsamir og höfðu ánægju af starfinu, enda samvinna milli kennara og nemenda hin besta. —■ Þá voru húsmæðurnar, er í hlut áttu, ekki síður ánægðar, því eftir ástæðum var vefnaðurinn bæði mikill og eigulegur. — Voru einkum ofnar ábreiður yfir rúm og legubekki, gluggatjöld og ýmiskonar einfaldur vefnaður. — Til þess að útbreiða vefnaðinn sem mest um sveitina, var sem flestum konum gefinn kostur á að eiga hlutdeild í vefnaðinum, og ófu nemendur þannig góðfúslega jöfnum höndum fyrir aðra, sem fyrir sjálfa sig. — Virtist þetta bera tilætiaðan árangur, því pantanir á vefnaði urðu svo miklar, að í lok námsskeiðsins var sett á ný upp í vefstólana og unnið af kappi þar til almenn veikindi (influensa), er hjer gengu, tóku fyrir það. — Er alt útlit fyrir, að vefnaður verði starfræktur hjer framvegis, því einstaklingar hafa sótt eftir kaupum á vef- stólum og ráðgera að setja upp vefi á næsta vetri. — Námsskeið- in virðast því hafa komið að tilætluðum notum og tilgangi þeirra verið náð. — Kvenfjelagskonur eru því mjög ánægðar yfir að hafa beitt sjer fyrir endurreisn vefnaðarins hjer í sveitinni, enda mörg konan lagt talsvert af mörkum á ýmsan hátt í þágu þessa þarfa og þjóðlega heimilisiðnaðar. /. /. Af Norðurlandi er skrifað: Hjeðan er fátt að frjetta. Mikill lasleiki gekk hjer í sveitinni í vetur af völdum influensu, svo fjelagslíf hefur verið venju fremur dauft, engin skemtun verið haldin- í allan vetur, enda er nú Iítið um ungar stúlkur hje'r í sveitinni, sem geta talist ballfærar, engin kvenmannsmynd á heimilunum viðast hvar nema konan og svo telpukrakkar innan við fermingu, sem eru þá í barnaskóla hálfan veturinn. — Aftur á móti eru hjer 40 ungir karlmenn, svo það er mikið hallæri fyrir þá, eins og þú getur skilið. — Það eru miklir erfiðleikar fyrir konurnar að hafa svona marga karlmenn, af því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.