Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 144
142
Hlín
Úr Borgarfirði eystra:
Eins og yður mun kunnugt hefur kvenfjelagið iijerna gengist
fyrir vefnaðarnámsskeiðum tvo s. 1. vetur og hefur Samband aust-
firskra kvenna styrkt þau og útvegað kenslukonur. — Hvort
námsskeið stóð 2 mánuði. — Tilgangur með námsskeiðum þess-
um var að endurreisa vefnaðinn hjer í sveitinni, sem algerlega
var fallinn niður tvo siðustu áratugina. — Kvað svo ramt að því,
að fjöldinn allur af unga fólkinu hafði ekki svo mikið sem sjeð
vefstól. — Námsskeiðunum var þó tekið með mjög mikilli ánægju
og áhuga. — Urðu umsóknir að þeim meiri en hægt var að full-
nægja, einkum því síðara. — Reyndust nemendur að sögn kenslu-
kvenna bæði lægnir og ástundunarsamir og höfðu ánægju af
starfinu, enda samvinna milli kennara og nemenda hin besta. —■
Þá voru húsmæðurnar, er í hlut áttu, ekki síður ánægðar, því
eftir ástæðum var vefnaðurinn bæði mikill og eigulegur. — Voru
einkum ofnar ábreiður yfir rúm og legubekki, gluggatjöld og
ýmiskonar einfaldur vefnaður. — Til þess að útbreiða vefnaðinn
sem mest um sveitina, var sem flestum konum gefinn kostur á að
eiga hlutdeild í vefnaðinum, og ófu nemendur þannig góðfúslega
jöfnum höndum fyrir aðra, sem fyrir sjálfa sig. — Virtist þetta
bera tilætiaðan árangur, því pantanir á vefnaði urðu svo miklar,
að í lok námsskeiðsins var sett á ný upp í vefstólana og unnið
af kappi þar til almenn veikindi (influensa), er hjer gengu, tóku
fyrir það. — Er alt útlit fyrir, að vefnaður verði starfræktur
hjer framvegis, því einstaklingar hafa sótt eftir kaupum á vef-
stólum og ráðgera að setja upp vefi á næsta vetri. — Námsskeið-
in virðast því hafa komið að tilætluðum notum og tilgangi þeirra
verið náð. — Kvenfjelagskonur eru því mjög ánægðar yfir að
hafa beitt sjer fyrir endurreisn vefnaðarins hjer í sveitinni, enda
mörg konan lagt talsvert af mörkum á ýmsan hátt í þágu þessa
þarfa og þjóðlega heimilisiðnaðar. /. /.
Af Norðurlandi er skrifað:
Hjeðan er fátt að frjetta. Mikill lasleiki gekk hjer í sveitinni í
vetur af völdum influensu, svo fjelagslíf hefur verið venju fremur
dauft, engin skemtun verið haldin- í allan vetur, enda er nú Iítið
um ungar stúlkur hje'r í sveitinni, sem geta talist ballfærar, engin
kvenmannsmynd á heimilunum viðast hvar nema konan og svo
telpukrakkar innan við fermingu, sem eru þá í barnaskóla hálfan
veturinn. — Aftur á móti eru hjer 40 ungir karlmenn, svo það er
mikið hallæri fyrir þá, eins og þú getur skilið. — Það eru miklir
erfiðleikar fyrir konurnar að hafa svona marga karlmenn, af því