Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 80
78
Hlín
inn gerðist svo djarfur þá að bera brigður á hæfni
hennar og áreiðanleik til starfsins. — Hve víða njóta
konur sömu launa og karlar fyrir sömu störf? — Vafa-
samt, að það sje nokkursstaðar nema í kennarastjett-
inni einni saman. — Svo er t. d. að sjá, að í lögum um
póst og síma sje ekki gert ráð fyrir, að konur geti feng-
ið sömu laun og karlar sem símritarar. — Hver sem
vill má trúa því í minn stað, að konur geti ekki orðið
eins góðir símritarar og karlar. — í nýsaminni reglu-
gerð um laun starfsmanna Reykjavíkurbæjar er gerð-
ur greinarmunur á launum 1. flokks skrifara og 1.
flokks kvenskrifara. — Á rúmlega 30 ára starfsferli
sem kennari hefi jeg ekki öðlast þá reynslu, að sem
skrifarar geti konur ekki staðið körlum á sporði. — En
þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum um jafnrjettið
íslenska milli karls og konu. — Og jafnvel þótt alt
væri nú í því efni sem vera ber, þá minnist þess, kon-
ur góðar, að það er eins með fengin rjettindi og fengið
fje, að þeirra þarf að gæta. — Vel má vera, að ýmsar
konur telji full þjóðfjelagsleg rjettindi ekki neitt eft-
irsóknarverð fyrir konur. — Vaninn aldagamall hvílir
enn á oss sem farg, sá vani, að skoða karlmanninn sem
höjuð konunnar, þ. e. vitsmunaveruna, sem öllu eigi
að stjórna. — En það þarf meira en meðal kvenlega
hógværð til þess að treysta þeirri forsjón í alla staði,
eins og nú er umhorfs í heiminum. — Væri ekki hugs-
anlegt, að fram úr einhverju kynni að verða betur ráð-
ið, ef karl og kona ynnu saman að öllum málum þjóð-
fjelagsins sem jafnrjettháir œðilar? Gæti ekki hugsast,
að stjórn ríkjanna gengi betur á þennan hátt, alveg á
sama hátt og því heimili er venjulega best stjórnað,
þar sem karl og kona leggja saman vit sitt og vilja?
Á Landsfundi kvenna í júnímánuði síðastliðið ár var
kosin nefnd kvenna til þess að gera tillögur um sam-
tök meðal kvenna um land alt til þess að gæta rjettar