Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 108
106 Hlín
hafragrjón, og jetin hrá eða aðeins hleypt í suðu víða
nú orðið.
Jeg held það hafi verið nokkuð algeng venja á efna-
heimilum ©g betri bæjum að skammta aldrei alveg
sama mat dag eftir dag í heila viku, en skift nokkuð
um, t. d. harðfiskur og brauð á sunnudögum, til þess
að geta farið til kirkju og vinna sem minst að elda-
mensku. Baunir og kjöt einn daginn, súpa og kjöt
hinn þriðja, mjólkurmatur og slátur einn, og siginn eða
nýr hængsilungur einn daginn. — Brauð og smjör með
flestum máltíðum á seinni árum. — Þá sáust ekki kart-
öflur eða rófur nema í Reykjahlíð og Vogum, og þá
soðinn kálgrautur, og var illa ræmt, og kallað að vera
„grasbítur“. — Þá vildu. öll bestu hjúin vera þar sem
var góð matarvist og hæst kaup, svo allir urðu að
vanda sitt ráð, og vantaði ekki kapp og meting hjá
fólki, meir en á lausamenskudögum nýrra tíma. — Þá
kunnu flestir vel að vinna öll verk á sveitaheimili.
Eitt með öðru sem gerði breytingu á matarhæfi hjer
í sýslu, var þegar hætt var að færa frá og mjalta til
skyr- og ostagerðar. — Þó kúabú sjeu meiri nú, er sú
mjólk kostaminni til smjör-, skyr- og ostagerðar. —
Súrkeröldin, sem tóku 2—4 tunnur, eru horfin, og alt
gert upp í kollum, og sýran lítið notuð til manneldis.
Önnur stórbreyting varð á þegar skilvindur og elda-
vjelar komu á hvern bæ að heita mátti litlu fyrir síð-
ustu aldamót. — Þeim fækkar óðum þeim konum, sem
mjólkuðu tvennum mjöltum, 60—70 ær í kvíum, báru
heim langar leiðir fullar fötur, síuðu í trog með hross-
hárssíl, ljetu standa í 3 dægur í köldum húsum eða
hellum, rendu trogum, skoluðu í köldu og fyltu síðan
með sjóðheitu vatni, hvoldu saman og heltu til, þvoðu
með þyrli og þurkuðu við reyklausar glæður eða í
vindi, suðu fötur og kollur í potti, meðan strokkað var,
og síðast flóuð eða soðin mjólkin, kæld og gerð upp í