Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 30
28
Hlín
skautbúningi. — Sóknarpresturinn, síra Magnús
Thorlacius, gifti þau.
Þetta haust fór Valgarð Claessen í kynnisför með
konu sína til Kaupmannahafnar. Þau dvöldu vetrar-
langt hjá föður hans, skrifstofustjóra Jean Claessen og
stjúpu.
Með vorinu komu þau heim aftur og settust að í
Grafarósi, þar sem Claessen var verslunarstjóri. Síðan
fluttust þau til Sauðárkróks.
Þau höfðu skemt sjer og liðið vel um veturinn, en
fögnuðu nú heimkomunni og alt ljek þeim í lyndi.
Börn þeirra hjóna eru: Eggert Olaessen, hæstarjett-
armálaflutningsmaður, dr. med. Gunnlaugur Claessen
og þær systurnar: Ingibjörg Þorláksson og María Thor-
oddsen.
Kristín Claessen fæddi síðasta barn sitt 3. des. 1881,
en eftir 7 daga var hún kölluð burt til ósegjanlegs
harms fyrir mann hennar og börn, ástvini og alla vini
nær og fjær. — Mjer er óhætt að segja, að fáir Skag-
firðingar hafi verið ósnortnir, er sú harmafregn barst
um hjeraðið, að Kristín væri dáin.
Ýmislegt frá æsku Kristínar Briem.
I. Húsþvotturinn. Snemma kom í ljós hjá Kristínu
löngun til að gleðja og hjálpa þeim sem erfitt áttu.
Því var það eitt sinn fyrir jólin, þegar Kristín var um
fermingaraldur, að hún fór í rökkrinu með stúlku með
sjer út að Hjaltastaðakoti, næsta bæ við Hjaltastaði,
til þess að þvo hjónahúsið hátt og lágt. Konan átti 4
börn, sitt á hverju árinu, og því langaði Kristínu til að
hjálpa henni með undirbúninginn fyrir jólin. Þetta
gerði hún ótilkvödd, og gætu margar unglingsstúlkur
tekið sjer þetta fordæmi til fyrirmyndar.