Hlín - 01.01.1939, Blaðsíða 119
Hlin
117
jeg án efa þvott. — Jeg man vel það stríð og marg-
falda fyrirhöfn við að þurka þvottinn minn, þegar jeg
var búin að þvo hann, þá oft þreytt og aðfram komin,
eins og þið konur kannist við. — Auðvitað er þetta til-
finnanlegast á vetrum, þegar maður er háður kald-
lyndi og dutlungum íslenskrar náttúru og vafasamt
hvenær þurkur gæfist. Venjulega er stórþvotti ekki
lokið fyr en að kvöldi, og ekki gerlegt að láta hann út
undir nóttina, svo hann varð að bíða til næsta dags, ef
veður leyfði þá. — Nú er það oft, þótt veður sje stilt
og gott, að þvotturinn er alls ekki þur að kvöldi. —
Mjer varð oft fyrir að spyrja sjálfa mig: „Hvað á jeg
að gera? Taka inn þvottinn í kvöld og láta hann fros-
inn og hálfblautan ofan í bala?“ — Auðvitað var það í
flestum tilfellum það hyggilegasta, en þið vitið flestar,
konur, hvað það er gott og þægilegt verk að taka nið-
ur gaddfreðinn þvott, svo jeg freistaðist oft til að láta
hann vera kyrran úti.
En oft gafst þetta illa. Jeg vaknaði oft upp við það
að kominn var ofsastormur eða hríð, og ekki nema ein
hugsun komst að hjá mjer: Þvotturinn minn allur úti
í óveðrinu. — Auðvitað var ekki um annað að ræða en
að klæðast, fara út og taka inn þvottinn, ef hann var
þá ekki allur fokinn út í veður og vind. En notalegt
var það ekki, því ekkert áhlaupaverk er það að taka
inn mikinn þvott, frosinn og samanþvældan í stórhríð
og náttmyrkri og tína það upp, sem niður hafði fallið.
— Þessar stundir eru mjer ógleymanlegar, og jeg er
viss um, að þið hafið margar sömu söguna að segja. —
En eftir að þetta hafði endurtekið sig hvað eftir ann-
að, fór jeg að hugsa um, að jeg mætti til að fá komið
upp hjalli, þetta gæti ekki gengið svona lengur, því það
eru ekki einungis óþægindin og áhyggjurnar, sem hver
kona hefur af því að þurka þvottinn, heldur einnig